Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 13
Rolf Andersson.
vélar miðað við það sem búin
ávaxta.
Ég tek það fram að þetta á ekki
við alla en því miður var það
stöðutákn fyrir marga að geta
keypt þessar vélar, en ekki
framsýni né yfirvegun sem lá að
baki.
Trúin á verðbólguna sem stöð-
ugt mundi létta mönnum byrðarn-
ar af fjárfestingum var önnur or-
sök þessara mistaka.
Reiknað var með að byrðin
af lánum minnkaði samtímis
verðrýrnun peninganna og margir
treystuánýlán. Hins vegar varþað
ekki tekið með í reikninginn að
vaxandi verðbólga hlaut að leiða
til þess að vextir yrðu hækkaðir
jafnt og þétt.
Pað er ekki hægt að fullyrða að
við höfum út af fyrir sig fjárfest of
mikið, en því miður verður það að
segjast að peningarnir hafa ekki
alltaf verið notaðir í réttar fram-
kvæmdir eða í réttu augnamiði.
Var erfitt að fá lán?
Því er svarað til að skort hafi ntciri
skipulagningu á lánastarfsemina
og að lánamöguleikar hafi verið
þröngir í öllum löndum. Þetta er
að vísu rétt en aðeins að hluta.
En öll þau tuttugu ár, sem ég hef
fengist við bankamál hef ég hitt
„spámenn", sem hafa haldið því
fram ,,að hér eftir verði það
ómögulegt fyrir bændur að fá
nægilegt lánsfé“. Þó hefur fengist
það fjármagn sem til þurfti. Þá er
einnig þess að gæta að sameining
jarða, sem mikið hefur verið um á
þessum tíma, hefur leitt til þess að
minna hefur þurft að byggja og
kaupa af vélum en ella hefði orðið,
ef stækkun búanna hefði orðið á
annan hátt. Á sama hátt hefur það
haft áhrif hve margir hafa horfið
frá mjólkurframleiðslu að einhliða
nautakjötsframleiðslu, en til
hennar þarf einfaidar byggingar.
Þannig getur eðlileg hagræðing,
það er að segja ef hún er ekki of
hröð, orðið til þess að landbúnað-
urinn þarf á minna fjármagni að
halda.
Lærum af reynslunni.
Þó að þetta eigi ekki vera sögulegt
yfirlit, vil ég enn benda á það
hvernig þróun efnahagsmála hefur
farið með landbúnaðinn. Ég þarf
ekki að fara orðum um áhrif iðn-
þróunar, minnkandi fólksfjölgun-
ar í iðnríkjunum og hins þrönga
heimsmarkaðar, (þ. e. offramboð
á landbúnaðarvörum í iðnríkjum.
Innskot þýð.).
Verðbólguþróun, vaxtahækk-
anir, og orkukreppa komu okkur
að óvörum. Eigum við að láta slíkt
koma fyrir aftur? Hvernig erum
við undir það búin að mæta olíu-
skorti, ennþá hærri vöxtum, tölvu-
væðingu eða öðrum umbylting-
um, sem vænta má í heiminum á
næstunni?
Tíniamót.
Við stöndum á tímamótum.
Bændur mæta nú nýjum og áður
óþekktum vandamálum. Vaxandi
skrifræði sækir á að kæfa þá sem
geta, vilja og eru vanir að vinna
með höndunum. Skattframtöl
verða að vísindagrein. Settir hafa
verið gildir lagabálkar unt aðbún-
að á vinnustöðum og vinnuvernd
o. s. frv. Hlutur sjálfrar vinnunnar
verður stöðugt minni í búvöru-
framleiðslunni. Fjármagn, sem
bundið er í búskap, er nú orðið svo
mikið að það er sambærilegt við
það, sem gerist í hátæknivæddum
stóriðnaði svo sem olíuhreinsun
eða trjákvoðuvinnslu.
Við þetta bætast breyttar kröfur
til lífsins. Bóndinn og fjölskylda
hans hljóta að gera sömu kröfur
um frítíma og aðrir starfshópar
hafa. Hví skyldu bændur og hús-
freyjur ekki geta tekið frí með
börnum sínunt þegar þau eiga frí í
skólunum? Og hvernig á að vera
hægt að koma því svo fyrir að
bændur geti notfært sér öll ákvæði
velferðarsamfélagsins um vinnu-
tíma og aðbúnað? Að sjálfsögðu
verður að vinna að þessu eins og
framast er unnt. En gætum okkar
fyrir skrifræðinu í sambandi við
afleysingaþjónustu, heilsugæslu á
vinnustað, vinnueftirlit o. s. frv.,
þannig að það verði ekki aðeins til
þess að haugurinn af brúnum
umslögum, sem bíður bóndans
eftir langan og strangan vinnudag
vaxi og vaxi. Þetta á svo sem ekki
aðeins við um bændur, heldur
einnig alla aðra sem reka eigin
smáatvinnurekstur. Ég dáist raun-
ar að öllum þeim, sem þrátt fyrir
þessar aðstæður, hafa dugnað til
að komu upp eigin atvinnurekstri.
Þrátt fyrir allt eru þeir stöðugt
margir sem bretta upp ermarnar
og hefjast handa af dugnaði og
bjartsýni. Hvað er það þá, sem
dregur menn að búskap og öðrum
atvinnurekstri? Að mínum dómi
FREYR — 605