Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1982, Page 26

Freyr - 01.08.1982, Page 26
Veiðihvötin, næstelsta ástríða mannsins PistiII um Skotveiðifélag íslands og markmið þess Sennilega er veiðihvötin næstelsta ástríða mannsins. Hún hefur komið til, þegar forfeðrum okkar fór að leiðast eplaátið í Eden, eða jafnvel fyrr. Veiðihvötin hefur fylgt manninum síðan og átt drýgastan þátt í því að framfleyta mannkyninu fram til vorra daga, enda hefur hin frumhvötin stuðlað að því að sífellt fleiri munna hefur þurft að seðja. Saga íslendinga hefur frá upphafi verið saga lífsbaráttu upp á líf og dauða tií að hafa í sig og á. Veiðar hafa verið stundaðar eingöngu til að draga björg í bú. Með aukinni hagsæld, tækniframförum og verkaskiptingu í þjóðfélaginu, sem hófst á síðari hluta 19. aldar hér á landi og jókst þegar kom frá 'á þessa öld og stórkostlegum þjóð- félagsbreytingum, sem fylgdu í kjölfarið, varð mikil breyting á gildi veiða eins og svo mörgu öðru. Veiðiskapur til öflunar bjargar í bú varð ekki lengur nauðsyn og er jafnvel strangt tekið orðinn óþarf- ur í dag, en veiðihvöt mannsins er eldri og sterkari en svo að veiði- skapurhætti þóað nauðsyn þess að afla bráðar til matar minnki. Veiðihvötin hvetur ntenn áfram til að njóta veiðigleðinnar, um- stangsins og spennunnar samfara veiðunum, ánægjunnar af því að ná í eigin bráð og neyta hennar auk þess sent við hefur bæst í seinni tíð hjá inniverumönnum og þéttbýl- isbúum að njóta útivistar og nærveru við náttúruna við veiðar. Skemmtiveiðar (veiðiíþrótt) eiga sér víðast hvar í nágranna- löndum okkar langa sögu. Þjóð- félagsaðstæður þar hafa veitt hópi manna tíma og tækifæri til þess að skemmta sér við vciðar. I’ann hóp hafa einkum fyllt þjóðhöfðingjar, aðalsmenn, stórir landeigendur og vaxandi efnuð borgarastétt þétt- býlis, sem minna hefur verið bundinn við dagleg störf en allur almúgi. í seinni tíð þegar tækifæri almennings til veiða hafa aukist í þessum löndum, byggja veiðarnar á aldagömlum hefðum og siða- reglum, sem auðveldar frant- kvænid og skipulagningu þeirra. Veiðimenn skipa sér í raðir rót- gróinna veiðifélaga, sem gæta réttar þeirra og fylgjast nteð því aö lögum um veiðar sé framfylgt og veiðimenn virði siðreglur við veiðarnar. Auk þess hafa veiöifé- lögin bcitt sér fyrir rannsóknum á veiðidýrum, vernd sjaldgæfra dýra og náttúruvernd. í Noregi er áætl- að að urn hálf milljón manna stundi skotveiðar í einhverri mynd og hafa þeir með sér öflugan fé- lagskap. Skotveiðimenn í öðrum nágrannalöndum okkar eru ntargir, ekki síst vestanhafs. Saga skotveiða á Islandi sent íþróttar er stutt samanborið við í nágrannalöndum okkar, enda hefur hér aldrei verið yfirstétt sem þurft hefur að leita sér afþreyingar í veiðiskap. Með bættum hag og aukinni verkaskiptingu hefur sí- vaxandi fjöldi manna öðlast tíma og tækifæri til að stunda ýntiss konar útilíf sér til skemmtunar. Margs konar veiðar. bæði stang- veiðar og skotveiðar virðast hafa haft mjög sterkt aðdráttarafl fyrir stóran hluta þessa hóps. Skotveiðar eru útilífsíþrótt. Á íslandi munu vera skráð um 16 ()()() skotvopn og áætlað hefur Finnur Torfi Hjörleifsson, fyrrverandi formaður S. I. og Cudmimdur Oddsson læknir fá sér kaffisofa í veiðitúr. (Myndir með þessari grein tók Sverrir Scli. Thorsteinsson). 618 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.