Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1982, Page 25

Freyr - 01.08.1982, Page 25
eftir endurvinnslu en flaginu síðan lokað á öðru eða þriðja ári. Það sem hér er sagt á við um árið sem flaginu er lokað, þ. e. sáð í það grasfræi. Stundum er grænfóðri sáð með grasfræi sem skjólsáði. Þetta er gert til að fá meiri uppskeru af landinu sama sumar og sáð er. Þegar skjólsáði er sáð eru líkur á að grasspretta á 2. ári verið minni, en þegar grasfræinu er sáð einu sér og það er jafnvel hætta á að sáning grasfræsins takist illa. Völtun. Eftir sáningu er þörf á að valta flagið til að tryggja góða og jafna spírun. Gerðar hafa verið tilraunir með völtun bæði fyrir og eftir sán- ingu. Ekki hefur fengist mark- tækur munur á aðferðum. Spírun fræs verður þó jafnari, ef valtað er bæði fyrir sáningu og eftir, enda er þá líklegt að öll fræ séu ámóta djúpt í jörðu. Á mýrajarðvegi er best að nota þungan valta á flögin. Tilbúinn áburður. Ekki er nóg að bera aðeins á þann búfjáráburð, sem plægður er niður að hausti. Einnig verður að bera á tilbúinn áburð. Hann er borinn a yfirborðið en ekki blandað saman við jarðveginn. Við endurvinnslu mega fosfór- og kalískammtar vera minni en í nýræktir, ekki síst ef vel hefur verð borið á túnið undanfarin ár. Blandaður áburður hentar vel t. d. Græðir 3 eða Græðir 5. Ástæða getur verið til að bæta köfnunarefni á nýræktina eftir að komið er upp í henni. Ef grasið er óvenju ljóst að lit er rétt að bera á smáskammt af köínunarefni, en það er óþarfi á dökkgrænt gras. Illgresi. Við endurræktun á túnum vill brenna við að illgresi, einkurn haugarfi valdi erfiðleikum. Það getur sérstaklega orðið erfitt viðureignar, þar sem grænfóður hefur verið ræktað áður en flaginu er lokað með grasfræsáningu. Hér að framan hefur verið bent á tvennt, sem dregið getur úr ill- gresishættunni. Það er í fyrsta lagi að plægja landið, þannig, að ill- gresisfræ grafist í jörðu og í öðru lagi að sá snemma og strax eftir vinnslu svo að grasfræið hafi jafna aðstöðu á við illgresisfræið og nái frekar að vaxa því yfir höfuð. En stundum er þetta ekki nóg. Ef gera má ráð fyrir erfiðleikum vegna arfa verður að úða gegn honum með arfaeyðandi efnum. Til þess þarf úðadælu. Búnaðar- félög í fáeinum hreppum eiga slík- ar úðadælur og þar gengur illgres- iseyðingin vel. Búnaðarfélagið kaupir illgresislyfið sameiginlega fyrir alla, sem panta sprautun og hefur mann, sem fer á milli og úðar nýræktir og grænfóðurakra ef því er að skipta. Sums staðar gætu jafnvel fleiri en eitt búnaðarfélag átt úðadæluna saman. Það sem vinnst við slíka félagsvinnu fram yfir ódýrari úðun, er að maðurinn sem sér um úðunina kann til verka bæði við meðferð eitursins og dælunnar. Þá verður að sjálfsögðu minni hætta á mistökum, úðað er á „réttum" tíma og viðhald og meðferð dæl- unnar verður í lagi. Meðferð á fvrsta sumri. Á fyrsta sumri verður að sjálf- sögðu að verja endurrækt fvrir beit. Ef snemma er sáð og veðurfar er í meðallagi eða betra má búast við að hægt væri að slá hana þegar á fyrsta hausti. Ekki skyldi þó draga slátt fram í septentber. Sé þess ekki kostur, en spretta góð í fyrri hluta september. þannig að einhver hýjungur sé kominn um réttir, getur verið óhætt að beita annað hvort fé eða nautgripum á grasið. Alltaf skyldi þó beita ný- græðing af varkárni og láta bú- pcning ekki rótnaga landið undir veturinn. Yfirlit. Loks skal hér tekið saman hvernig ég tel réttast að standa að endur- ræktun túna, Itvað skuli gert að hausti eða síðsumars og hvað að vori: Að hausti: 1. Bætt úr framræslu* 2. Landið jafnað* 3. Borinn á búfjáráburður 4. Plægt Aö vori: 5. Kalkað* 6. Herfað (eöa tætt) 7. Sáð 8. Borinn á tilbúinn áburður 9. Valtað 10. Úðað gegn illgresi* 11. Borið á köfnunarefni* Ekki reynist alltaf þörf á þeim liðum, sem merktir eru * hér að ofan. en hinir ættu að vera fastir liðir við endurræktun. Rjómabúið á Baugsstöðum Eins og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstöð- unt, austan við Stokkseyri, opið almenningi til skoðunar á laugar- dögum og sunnudögum í júlí og ágústmánuðum, milli kl. 13 og 18. Tíu manna hópar, og fleiri, geta fengið að skoða búið á öðrum tím- um ef haft er santband við gæslu- manninn, Skúla Jónsson í síma 1360 á Selfossi, með góðum fyrir- vara. Vatnshjólið og vélarnar munu snúast í sumar og minna á löngu liðinn tíma þegar vélvæðingin var að hefjast í íslenskum landbúnaði. FREYR — 617

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.