Freyr - 01.08.1982, Page 9
til skiptanna hjá bændum, sem
framleiðslan er meiri.
Með þessu vil ég þó ekki segja
að við ættum ekki að stunda ein-
hvern útflutning á dilkakjöti. Ég
held það sé rétt með tilliti til
framtíðarinnar og þess að verð
kunni að batna, að við reynum að
halda einhverjum mörkuðum
opnum. Færeyjamarkaðurinn
tekur við um 700 tonnum af kjöti
og mun þar nú vera best verð að fá.
Brýnt að minnka sauðfjár-
framleiðsluna — en það tekur
nokkurn tíma.
Brýnt er að minnka
framleiðsluna — en það
tekur nokkurn tíma.
Menn hafa þá dregið þá ályktun
að það sé raunar brýnt að draga úr
sauðfjárframleiðslunni, en eins og
ég áður sagði verður það ekki gert í
haust. Það sem sköpum skiptir er
hvernig ásetningurinn verður á
næsta hausti og af því ræðst að
mestu hver framleiðslan verður
haustið 1983. En hætt er við því að
það höfum við birgðir frá fyrri
árum, þegar þessa er gætt að við
munum sennilega eiga allt að 2000
tonn óseld í haust og við fáum
kannski um 3700 tonn umfram
innanlandsþarfir.
Eru fvrirhugaðar einhverjar opin-
berar ráðstafanir til þess að
niinnka kjötfranileiðslnna?
Það hefur mikið verið um það
rætt, allt frá áramótum að hvað
miklum samdrætti eigi að stefna og
á hvern hátt eigi að framkvæma
hann. Stjórnvöld hafa ekki, svo ég
viti, markað ákveðna stefnu um
það hve mikið skuli draga saman
og hvernig eigi að standa að því og
hvernig eigi að minnka við sig og
hverjir eigi að stjórna því.
Þá er það einnig úrlausnarefni
hvað gera skuli við það ærkjöt sem
kemur væntanlega á markað í
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri.
haust og verður þeim mun meira,
því meira sem dregið verður
saman. Þetta er viðfangsefni út af
fyrir sig sem ég sé ekki að verði
leyst nema með töluverðri hjálp og
góðum skilningi ríkisvaldsins. Ég
álít að til þess verði ríkisvaldið að
verja töluverðum fjármunum. Það
er ótækt annað en að þeim bænd-
um sem verða að fækka fé sé tryggt
fullt verð fyrir þær ær sem þeir
farga. Jafnvel þyrftu þeir að fá líka
ákveðnar bætur fyrir afurðatjón,
t. d. fullt dilksverð samkvæmt
verðgrundvelli 1982.
Þetta yrði þá einskonar verð-
laun og hvatning til þeirra, sem
hafa aðstöðu til þess að draga
saman framleiðsluna en vitanlega
eru aðstæður manna afar misjafn-
ar til þess.
Ef þetta fengist, og ég held að
rnjög brýnt sé að fara að semja við
stjórnvöld um það þá, yrði miklu
léttara að fá menn til að draga
saman.
Hér hjá bændasamtökunum,
þ. e. Búnaðarfélaginu, Stéttar-
sambandi og Framleiðsluráði hafa
menn rætt þessi viðfangsefni mjög
ítarlega bæði hvaða stefna skuli
mörkuð og hvernig, og að
leiðbeiningaþjónustan einbeiti sér
að þeim aðgerðum, sem stjórnvöld
velja. Eflaust kæmi í hlut Stéttar-
sambandsins eða Framleiðsiuráðs
fyrst og fremst að framkvæma þær
aðferðir.
Úrræði vegna samdráttar í
sauðfjárframleiðslu.
Auðvitað eru ákveðnar for-
sendur, sem menn vilja setja sér
fyrir því hvernig þessi samdráttur
yrði.
Ég hygg að fyrsta forsendan sé
FREYR — 601