Freyr - 01.08.1982, Page 17
magni. Því veröur að leita nýrra
leiða til þess að draga úr fjár-
magnsþörf búskapar . Við verðum
að ráðast á alla kostnaðarþætti og
reyna að lækna verð-
bólguhugsunarháttinn.
Jú, jú, segja menn, það er
auðvelt að standa hér og tala en
hvað er hægt að gera til úrbóta?
Að mínum dómi er nauðsynlegt að
hverfa aftur til þeirrar gömlu að-
ferðar að byggja upp og endurbæta
stig af stigi. Bóndinn þarf að
skipuleggja störf sín vel og athuga
hvað hann getur gert með eigin
höndum, svo og hvað hann getur
notað af því sem jörð hans getur
gefið til uppbyggingar.
Þar sem skóglendi er á jörðum
er mikilvægt að skipuleggja sam-
rekstur almenns búskapar og
skógarnytjanna vel og þannig að
vinnuafl bóndans nýtist einnig í
skóginum. En því miður hafa ungir
bændur og fjölskyldur þeirra svo
mikið að gera að varla er þess að
vænta að hægt sé að anna umbót-
um og nýjum framkvæmdum.
Við komumst aldrei hjá því að
forsendan fyrir því að unnt séað ná
jafnvægi milli fjármagns og
vinnuframlags í landbúnaöi er að
hagur landbúnaðarins verði bættur
verulega.
Gefuni útgjölduin gaum.
1 verðbólguhraðanum síðasta
áratuginn voru það margir sem
gleymdu að hafa vakandi auga
með útgjöldunum. Menn vöndust
á að kaupa stöðugt fleiri hluti og
fjölbreyttari þjónustu og meiri og
meiri peningar streymdu frá
„fyrirtækinu" (búinu). Þessi að-
keypta þjónusta varð stöðugt
dýrari og dýrari í hlutfalli við sölu-
verð framleiðslunnar. Sameining
jarða og stórrekstur leiddi svo
jafnframt til fækkunar í stéttinni.
Útstreymi fjármagns nú er mest
áberandi hjá þeim sem náðu ckki
að gera jörð sinni nægilega mikið
til góða. Sem dæmi má nefna
kornbændur sem hafa ekki getað
haldið við framræslu á ræktunar-
landi sínu eöa unniö að sléttum
lands, hvort tveggja til að bæta
akrana og gera uppskeruna örugg-
ari. Pað verður aö líta á þetta sem
mistök bæði frá sjónarmiði við-
komandi bænda og landbúnaðar-
ins í heild. Það hefur ekki verið
unnið að því sem skyldi að nýta
hverja jörð sem best.
Eina leiðin fyrir mjólkurfram-
leiðendur til að hafa sæmilegt í
aðra hönd er að leggja höf-
uðáherslu á að nota heimafengið
fóður. Það verður að draga úr fóð-
urkaupum og leiðin til þess er að
verka betri hey og annað gróffóð-
ur.
Við megum heldur ekki stara á
það í blindni að fá sem allra hæsta
nyt úr kúnum. Við verðum að
finna við hvaða nyt við fáurn há-
marks afrakstur af mjólkurfram-
leiðslunni.
Þá er þaö viðhald véla og bygg-
inga sem er mikill kostnaðarliður.
Hann hlýtur að vera unnt að lækka
verulega með meiri kennslu og
ráðgjöf um það hvernig með vél-
arnar skal fara og hvernig á að gera
við og lagfæra.
Betri skipulagning á störfunum
og þaulhugsaðar hagfræðilegar
áætlanir hljóta einnig að geta leitt
til betri útkomu. Því miðurskortir
oft mjög á að slíkar athuganir og
------- K- 'rif ,
• ' ''Íf. ■•*•’ ••»*<.*'
Sagan endurtekur sig.
FREYR — 609