Freyr - 01.08.1982, Page 29
(jrn Þorleifsson,
Húsey, Hróarstungu.
Selveiðar sem hlunnindi
A liðnwh árum hefurselinn ósjcildan borið ágónui ífjölmiðlwn, ogþá á tvennan hátt, annars
vegar koma sjónarmið náittúruverndarmanna og dýravina fram, einkwn þó erlendra, er vilja
friða selinn, hins vegar sjónarmið manna sem tengdir eru sjávarútvegi er telja selinn éta
mikinn fisk einkum þó útr þorskstofni okkar. Ná svo erþriðji aðilinn sem fátt heyrist frá og
ertt það við selveiðibændur. Hafa selveiðarþó verið stimdaðarsem aukabúgrein frá ahla öðli
og oftfœrt dýrmœtan gjaldeyri í bá. Er ritstjóri innti mig eftirgreinurkorni um selinn játaði ég
þeirri málaleitan og fylgir liér afraksturinn.
Mun ég eingöngu hafa í huga
landseli og afurðir þeirra. Heim-
kynni þeirra er N-Atlantshafið,
nyrst í Kyrrahafi og hlýjasti hluti
íshafsins. Selurinn heldur sig
mikið til á grunnsævi meðfram
ströndum landsins. Lítið er vitað
um háttu sela og atferli hér viö
land. Flest sem vitað er um hann er
álitið eða talið að sé svona og
svona, en lítið vitað nákvæmlega.
Talið er að hann geti náð 150 kg
þunga og 180 sm lengd. Fjöldi
þeirra er ágiskun ein. Teitur Arn-
laugsson áætlar stofnstærð eftir
kópaveiði og gefur sér þá ýmsa
hætti svo sem að stofninn sé í
jafnvægi og hlutfall kynja 1:1,
einnig að hann verði kynþroska 4
ára og hver urta eigi 10 kópa um
ævina og að 3.25 selir standi að
hverjum kóp og út frá þessu heldur
hann að landselastofninn sé
30—35 þúsund dýr hér við land,
en seld kópaskinn hafa flest verið
rúm 6.000, auk viðhalds stofnsins.
Fyrir rúmurn tveimur árum var
nefnd skipuð til að rannsaka seli
hér við land. Réði hún tvo líf-
fræðinga til starfa þá Erling
Hauksson og Ásbjörn Dagbjarts-
son. Vonandi skýrast niargir þættir
í lífsháttum sela hér með starfi
nefndarinnar en að ekki verði ein-
göngu reynt að sanna aö selurinn
éti aðeins þorskinn okkar. Engin
goðgá hefði það verið að veiði-
bændur hefðu átt einn fulltrúa í
þessari selanefnd fiskiðnaðarins,
því að við selabændur eigurn
hagsmuna að gæta ekkert síður en
fiskverksmiðjur okkar í U.S.A., er
leggja fram fjármagn í þessar
rannsóknir. Fað er hringormuritin
í þorski sem ýtti á um þær. Að
sjálfsögðu er hringormurinn
Selveiði undirbúin í Húsey. Allir hjálpast við að greiða og festa fiáa og korka á
selanœtur. (Ljósm. Örn K. Porleifsson.)
FREYR — 621