Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1982, Page 34

Freyr - 01.08.1982, Page 34
Ólafur Guðmundsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Samanburður á fóðurverði Pað er hagur hvers og eins sem elur búfé, að fáfóðurþess á sem bestum kjörum. Petta á ekki síður við um þá sem halda skepnursér til gamans en hina sem hafa búskap aðfullustarfi. Pað er því mikilvægt að hafa aðferð til að meta virði þess fóðurs sem á markaðnum er og nauðsynlegt er að kaupa til aðfullnægja þörfumfyrir hin ýmsu næringarefni. Tveirþættir eru mikilvægastir í fóðri þ. e. orka og prótein-magn, og hljóta þeirþœttir að sjálfsögðu að skipa hæstan sess þegar verið er að bera saman fóður, þótt ekki megi gleyma öðrum næringarefn- um svo sem steinefnum og vítamínum. Vegna mikilvægis orku og próteins fóðursins eru þessir tveir þættir oftast notaðir við verðsamanburð, enda stærstu kostnaðarliðirnir í fóðrinu. Korn og próteinkjam- fóður er því oftast notað sem viðmiðunarfóður við virðisút reikninga. Þó verður að viðurkenna að núverandi orkugildismat okkar er því miður ekki einhlítt. Þannig er talið að fóðrunarvirði sumra fóðurtegunda sé meira en einföld orkugildismæling segir til um. Þetta gerir það að verkum að vafasamt er að beita útreikningi sem þessum við t. d. verðlagningu grasköggla. Aðferðirnar sem notaðar eru hafa tekið á sig ýmsar myndir og geta útreikningarnir orðið all- flóknir og krafist töluverðrar stærðfræðiþekkingar. í sumum þessara aðferða er stuðst við all- viðamiklar töflur sem verða að vera við hendina svo að unnt sé að gera verðsamanburð. Aðrar að- ferðir eru jafnvel það flóknar að nauðsynlegt er að nota tölvu við útreikningana ef vel á að vera. Verðbólgan ruglar einnig margar þessar aðferðir. Þrátt fyrir þetta eru til einfaldar aðferðir sem allir ættu að geta notað og gefa hug- Dæmi: I. Er hagkvæmt að kaupa bygg? 1. Hafrar með um 88% þurrefni sem innihalda 0.9 FE/kg og 11.4% prótein og kosta 3200 kr. tonnið, eru hér notaðir sem viðmiðunarfóð- ur. 2. Fiskimjöl með 93% þurrefni, sem inniheldur 1.1 FE/kg og 60% prótein og kostar líka 3200 kr. tonnið, er valið sem próteinviðmiðun- arfóður. 3. Byggið sem á boðstólum er getur t. d. haft 90% þurrefni og innihaldið 1.0 FE/kg og 10.8% prótein. 4. Það er því byrjað á því að umreikna allar fóðurtegundirnar yfir á 100% þurrefnisgrundvöll: FE, prót. eða verð fóðursins við 100% þ. e. = FE, prót. eða verð í fóðrinu x 100 : þurrefni fóðursins og verður þá útkoman: FE/kg Prót. % Verð kr. Hafrar 1.02 13.0 3636 Fiskimjöl 1.18 64.5 3441 Bygg 1.11 12.0 Verð á FE = Verð á höfrum : FE eða 3636:1020 = 3.56 kr. í tonni af höfrum Verð á prót. = Verð á fiskimjöli : prót. í tonni af fiskimj. eða 3441 : 645 = 5.33 kg. 626 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.