Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 14
er það svo margt annað, sem dreg-
ur að atvinnuvegi eins og húskap.
Frelsið, möguleikarnir á að sjá
beinan árangur eigin erfiðis og að
búa í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir.
Fað sem mestu máli skiptir er þó
það hvert verður hlutverk land-
búnaðarins í framtíðinni. Og ekki
fer hjá því að þeir sent lengra líta
sjái dagsbrún við sjóndeildar-
hringinn.
Bóndinn mikilvægastur.
Ekki fer hjá því að í framtíðinni
verður litið á landbúnaðinn sem
lífæð atvinnulífsins, hvort sent er
fyrir heimsbyggðina alla, éinstök
lönd eða landsvæði. Hér verður
ekki rætt um þá heimsmynd sem
viö blasir. Árið 2000 þarf að metta
tveimur milljörðum fleiri munna
en nú.
Mikilvægi landbúnaðarins fyrir
lönd okkar og þjóðir er óum-
deilanlegt í mörgum greinunt.
Sama er hvort við lítum á gildi hans
í þjóðarframleiðslu, fyrir um-
hverfið, óumdeilanlegt gildi
sveitanna til útilífs og hvíldar fyrir
þéttbýlisfólk, gildi hans í orku-
málum, öryggisþáttinn (ef til
ófriðar eða einangrunar keniur)
eða til þess að veita fólki þau lífs-
gæði og lífsfyllingu sem það óskar.
Frá sjónarmiði byggðastefnu
hefur landbúnaðurinn verið hið
trausta akkeri og haft óumdeilan-
lega þýðingu til jöfnunar á vinnu-
markaðinum. Því hljóta þó að vera
takmörk sett hve lengi einstök
landbúnaðarhéruð geta séð öðrunt
atvinnugreinum fyrir vinnuafli. Á
hinn bóginn verður gildi landbún-
aðarins fvrir aðrar atvinnugreinar
á viðkomandi landsvæðum stöðugt
meiri.
Ég get tekið sent dæmi
heimahérað mitt. Halland. Þar
hefur atvinnuástandið verið betra
en annars staðar þessi síðustu
erfiðu ár og má þakka það því að í
Hallandi er landbúnaður hlut-
fallslega meiri en í öðrum lands-
hlutum. Ég vil fullyrða að fjöl-
skyldubúskapur hefur marga
kosti, fram yfir stórrekstur, frá fé-
lagslegu sjónarntiði. Við hlið slíks
búskapar þrífast einnig rnargs
konar smáfyrirtæki. Þetta býður
svo upp á fjölbreyttara og ríkara
félags- og menningarlíf í byggðar-
lögunum.
í Hallandi fjölgaði fólki unt
16% síðasta áratuginn. Að mestu
leyti má þakka þetta því hve fjöl-
skyldubúrekstur stendur þar
traustum fótum.
Hvaða blikur eru lielst á lofti?
Því miður eru nokkrar blikur á
lofti þegar litið er til næsta ára-
tugar. Ég nefni fvrst að við megum
því miður eiga von á bæði mikilli
verðbólgu og háum vöxtum.
Iðnaðarlöndin virðast vera þess
vanmegnug að komast út úr
þenslukreppunni þ. e. a. s. því
samspili lítils hagvaxtar og mikillar
verðþenslu sent nú ríkir. Hefð-
bundin hagstjórnartæki virðast
ekki lengur megna að lækna þessi
mein.
í nokkrunt löndunt, eins og til
dæntis Bretlandi og Bandaríkjun-
urn, er revnt að vinna á verð-
bólgunni með skattalækkunum og
samdrætti í félagslegri aðstoð.
Takist þeim þetta tekur það að
minnsta kosti langan tíma. Mis-
takist það hins vegar, getur það
skapað nýja verðbólguhrinu. Lík-
urnar eru miklar fyrir því að við
eigum eftir að upplifa stórfelldan
efnahagslegan afturkipp. Ef til vill
er aðeins eitt ráð sem eftir er að
reyna og það er verndarstefnan,
(að hver hlúi að sínu).
Meðan þessi efnahagsleikur er
leikinn verðum við í hinum
norrænu löndunt, sem eigurn öll
svo ntikið undir utanríkisvið-
skiptum, að standa álengdar og
þola áfram háa vexti sent við get-
um ekki slitið úr samhengi við það
sem tíðkast á alþjóðamarkaði og
mikla verðbólgu sem að veru-
legunt hluta kemur utan frá og við
ráðunt því ekki við.
Þrátt fyrir þetta er staðan og
horfurnar á vissan hátt betri en var
í upphafi síðasta áratugar. Við
erum a. m. k. reynslunni ríkari og
vitum hvers vænta má.
Þessu til viðbótar hljótum við að
búast við lánsfjárskorti bæði í
Danmörku og Svíþjóð, en þau
lönd búa við mikinn halla í ríkis-
rekstri.
Við hljótum þó að binda vonir
við stranga forgangsröðun á verk-
efnum í sambandi við fjárfestingar
og að valið verði fyrst það sem er
bæði arðvænlegt og eykur atvinnu.
Að hlíta ráðuin.
Menn skulu vara sig á tísku-
fyrirbærum í hagfræðileiðbeining-
um og kennslu. Síðastliðin 15 ár
hafa slíkar leiðbeiningar beinst
markvisst að því að auka hlut
fjármagns í fyrirtækjum og á þetta
einnigvið um búrekstur. Nú blasir
við að það eru þeir bændur sem
ekki hlíttu slíkum ráðunt. sem
standa sig best, a. m. k. í bili. Að
sjálfsögðu er nauðsynlegt að finna
hinn rétta meðalveg. Það hlýtur að
vera skilyrði til þess að búskapur
beri sig til frambúðar að jafnvægi
náist á milli fjármagns og vinnu-
framlags.
Þetta sem ég nefndi unt einhliða
ráðleggingar, í átt að aukinni tækni
og meiri fjárfestingu, á einnig við
urn kennslu í búnaðarskólum. Það
er gott að sýna ungu fólki „fyrir-
ntvndar" tæknibúskap. En mér
verður oft hugsað til þess hvort
unga fólkið sem kemur heim úr
skólunum verði ekki allt of
bráðlátt og vilji breyta öllu og
umbylta.
Þá stafar ógnun af ýmiss konar
gervimatvörum sem er og verður
reynt að koma á framfæri og ýtt
606 — FREYR