Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 32
Eftirfarandi þrjár ereinar frá Landlœknisembœttinu birtast hér í framhaldi af ereininni
Heysýki í 7.-8. tbl., 1982, bls. 293.
Ritstj.
Vigfús Magnússon, heilsugæslulæknir Vík, og
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, hjúkrnnarfræðingur,
Kirkjubæjarklaustri:
Könnun á útbreiðslu heymæði í
Víkurumdæmi
Heymæði er sjúkdómur, sem með
tímanum veldur varanlegum
lungnaskemmdum. Samband
hennar við heymyglu hefur verið
þekkt öldum saman og er hún talin
dæmigerður atvinnusjúkdómur í
landbúnaði. Ljóst er nú talið, að
um sé að ræða ofnæmisviðbrögð af
Arthus gerð (III) í loftskiptavef
lungna og sé ofnæmisvakinn
sporamyndandi, hitasæknar bakt-
eríur og/eða sveppir. Fundin hafa
verið upp fellipróf til að sýna fram
á mótefni gegn ýmsum mótefna-
vökum úr heyi í blóði viðkomandi.
Hérlendis sýnist hitasækna bakt-
erían micropolyspora faeni vera
yfirgnæfandi mótefnavaki. Út-
breiðsla heymæði meðal þeirra
sem starfa við landbúnað er af
ýmsum athugendum talin vera á
bilinu 3—19%. Hér á landi er út-
breiðslan óþekkt, og engin könnun
hefur til þessa verið á því gerð, ef
frá er talin könnun sem Olafur
heitinn Björnsson á Hellu var með
í gangi fyrir um 20 árum meðal
bænda á aldrinum 55—64 ára.
íbúafjöldi Víkurumdæmis var
hinn l.des. 1980samtals 1593. Af
þeim voru 303 valdir til könnun-
arinnar, eða allir sem töldust vera
bændur. Tilgangurinn var að gera
sér grein fyrir útbreiðslu heymæði
á svæðinu og að athuga fylgni milli
sögu, felliprófa og lungnaprófa.
Miðað var við að gera könnunina
að vetrarlagi, er búpeningur er á
gjöf. Farið var heim á flesta bæi og
þátttakendur látnir svara spurn-
ingalista, gerð á þeint spirometria
og tekið blóð í fellipróf fyrir m.
faeni. t. vulgaris og a. fumigatus.
Við könnun þessa var höfð
samvinna við heilsugæslustöðina á
Kirkjubæjarklaustri, landlækni,
Tryggva Ásmundsson og Davíð
Gíslason á Vífilsstöðum, Þorstein
Þorsteinsson, Sigurð H. Richterog
Eggert Gunnarsson á Keldum og
hefur Eggert gert felliprófin.
Af niðurstöðum, sem þegar
liggja fyrir, er Ijóst að jákvæð felli-
próf fyrir m. faeni eru mun algeng-
ari meðal bænda í Víkurumdæmi
en þekkist úr sambærilegum
könnunum erlendum. Sú spurning
vaknar, hvort þessi sjúkdómur sé
e. t. v. lúmskari en hingað til hefur
verið taliö.
Thorkil E. Hallas og Sigurður H. Richter
Statens Skadedyrlaboratorium, Lyngby, Danmörku
Tilraunastöð Háskólans í ineinafræði, Keldum:
Heymaurar og ofnæmi
valda ofnæminu. Allt þetta rykast
auðveldlega upp þegar hreyft er
við þurrheyi. Allmargt fólk hér á
landi fær einkenni bráðaofnæmis
er það vinnur við þurrhey.
Fyrir um þrem árum voru gerðar
lauslegar athuganir er sýndu að
Það hefur sýnt sig að menn geta
myndað ofnæmi gegn svonefndum
áttfætlumaurum (Acarina). Slíkt
ofnæmi gegn maurum í húsryki
hefur veriö þckkt nokkuð lengi, en
nú á allra síðustu árum hefur
einnig verið sýnt fram á ofnæmi
gegn maurum í lieyi. Hér er fyrst
og fremst unt aö ræða bráðaof-
næmi (atopic allergy) er lýsir sér
sem erting í nefslímu og/eða
asthma. Talið er að það scu brot úr
hömum mauranna, eggjaskurnir
þeirra eða jafnvel saur, er einkum
624 — FREYR