Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 35
myndir um verðmæti fóðurs miðað
við annað fóður sem er á mark-
aðnum.
Hér verður lýst einni slíkri að-
ferð sem er einföld, en veitir þó
góða hugmynd um verðmæti fóð-
urs miðað við verð á öðru fóðri og
gefur þannig möguleika á því að
velja ódýrasta fóðrið sem völ er á í
hverju tilviki. Verðið er metið út
fra orkunni (fóðureiningunum) og
próteininu í því fóðri sem um
ræðir, í samanburði við verð á
þessum þáttum í tveimur tegund-
um af viðmiðunarfóðri þ. e. orku-
gjafa (t. d. korni) og próteingjafa
(t. d. fiskimjöli eða sojamjöli).
Aðferðin er þannig:
1. Viðmiðunarfóður sem orku-
gjafi er ákveðinn, t. d. bygg,
maís eða hafrar.
2. Viðmiðunarfóður sem prót-
eingjafi er ákveðinn t. d. fiski-
mjöl eða sojamjöl.
3. Aflað er upplýsinga um fóður-
einingafjölda, próteininnihald
og þurrefnisinnihald þess fóð-
urs sem verið er að fjalla um.
4. Leiðrétt er fyrir þurrefni þ. e.
öllum gildum breytt, bæði fóð-
ureiningum og próteini þannig
að um sambærilegt þurrefni sé
að ræða.
5. Byrjað er á því að reikna út
verð á fóðureiningu (FE) og
próteineiningu (prót.) í við-
miðunarfóðrinu.
6. Ef um orkufóður er að ræða er
fundið verð á FE í viðmiðun-
arfóðrinu (sjá lið 5 hér að ofan)
margfaldað með fjölda FE í
tonni af því fóðri sem verið er
að prófa til að fá heildarverð-
mæti FE.
7. Síðan er fundinn munur á prót.
í tonni af fóðrinu sem verið er
að prófa og orkuviðmiðunar-
fóðrinu og sá munur marg-
faldaður með verðinu á prót.,
(sjá 5. lið hér að framan).
8. Nú er verðið á mismuninum
sem fundinn var í 7. lið hér að
ofan lagt við eða dregið frá
heildarverðmæti FE í fóðrinu
sem verið er að prófa og fundið
var í 6. lið. Útkoman úr þessu
er þá sú upphæð sem fóðrið má
kosta miðað við verðið á
viðmiðunarfóðrinu, þ. e. ef
þessi upphæð er hærri en
verðið á viðmiðunarfóðrinu er
óhagkvæmt að kaupa það en ef
hún er lægri er hagkvæmt að
kaupa það.
Ef bera á saman próteingjafa
snýst þetta við, þannig að þar
sem talað er um FE hér að ofan
kemur prót. og þar sem talað er
um prót. koma FE.
Einnig má nota þessa aðferð við
að bera saman verð á fóður-
blöndun og jafnvel heyi.
Hér verða tekin tvö dæmi til að
skýra þessa aðferð nánar, annað
með samanburð á orkugjöfum og
hitt með samanburð á prót-
eingjöfum. Öll gildi í dæmunum
eru búin til af höfundi.
Mikilvægt er, við svona verðs-
anburð, að hafa alltaf í huga að
fóðurtegundirnar fullnægi þeim
þörfum hjá búfénu sem þær eru
ætlaðar til. Því miður eru ekki til
neinar opinberar töflur um fóður-
þarfir búfjár hér á landi, en þetta
stendur vonandi til bóta því á bún-
aðarþingi 1981 var samþykkt til-
laga þess efnis að þessum málum
verði kippt í lag. Tillögunni var
vísað til stjórnar Búnaðarfélags-
ins, sem væntanlega beitir sér fyrir
því ásamt stjómum Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og
bændaskólanna að farið verði að
vinna að þessum málum.
6. Heildarverðmæti FE. í tonni af byggi: 11 10 x 3.56 = 3952 kr.
7. Munur áprót. í tonni af byggiog höfmm: 120 -t- 130 = + 10 prot. sem
eru að verðmæti ■= 10 x 5.33 = -t- 53 kr.
8. Verðmæti byggs (FE + prót.) við 100% þ. e.: 3952 + 53 = 3899 kr.
Verðið á byggi má því fara upp í 3509 kr. tonnið miðað við 90%
þurrefni áður en það verður óhagkvæmara að kaupa það heldur en
hafra.
II. Er hagkvæmt að kaupa loðnumjöl?
I. og 2. Við getum notað sama viðmiðunarfóðrið og í fyrra dæminu,
nenta að nú verður fiskimjölið aðal viðmiðunarfóðrið.
3. Loðnumjöl sem á boðstólum er getur t. d. verið með um 92% þurr-
efni, og innihaldið 1.2 FE/kg og 64% prótein.
4. Umreiknað yfir í 100% þurrefni inniheldur loðnumjölið um 1.3 FE/
kg og 69.6% prót.
5. Verð á prót. og FE er það sama og í dæminu á undan.
6. Heildarverðmæti prót. í tonni af loðnumjöli: 696 x 5.33 = 3710 kr.
7. Munur á FE í tonni af loðnumjöli og fiskimjöli: 1300—1180 = 120
FE sem eru að verðmæti: 120 x 3.56 = 427 kr.
8. Verðmæti loðnumjöls (prót. + FE) við 100% þ. e.: 3710 + 427 =
4137 kr.
Verð á loðnumjölinu má því ekki vera hærra en 3806 kr. tonnið miðað
við 92% þurrefni.
FREYR
627