Freyr - 01.08.1982, Page 27
Æfing í skotfimi á Stjórnarsandi með haglabyssum og leirdúfum.
verið að um 10 000 íslendingar
stundi nú skotveiðar í einhverri
ntynd. Óhætt mun að fullyrða að
stór hluti þessarra manna stundi
skotveiðar fyrst og fremst sem
sport. Útilífsiðkun til hollustu og
ánægju er enn ungt fyrirbæri í ís-
lensku þjóðlífi og því er eðlilegt,
að staða hennar í heild og ein-
stakra greina hennar, eins og
skotveiða, hafi verið nokkuö óviss
og nokkurn tíma og jafnvel átök
hafi tekið að vinna henni viður-
kenningu og heppilegan sess í nú-
tíma íslensku þjóðlífi.
Skotveiðifélag íslands og niarkmið
þess.
Skotveiðifélag íslands var
stofnað 23. september 1978. Fyrir
stofnun félagsins hafði farið fram
mikil umræða um þörfina á stofn-
un slíks félagsskapar og er það
reyndar furðu seint, sem af stofnun
félagsins varð.
í lögum félagsins segir m. a.:
„Markmið félagsins er að vinna
skotveiðum verðugan sess mcðal
útilífsíþrótta með: góðri meðferð
skotvopna, góðri siðfræði veiði-
manna, góðri umgengni við land
og lífríki þess og góðum sam-
skiptum við Iandeigendur". I
stuttu máli eru tvö megin við-
fangsefni félagsins réttur og
uppfræðsla skotveiðimanna.
Staða skotveiða, eins og annarra
útilífsíþrótta. er enn í þróun og
mótun og mun S. í. beita sér fyrir
því að tryggja sanngjarnan rétt
skotveiðimanna innan ramma
núgildandi laga og í framtíðinni
með setningu nýrrar veiðilöggjafar
og jafnframt því mun S. í. vinna að
samkomulagi við landeigendur um
skipulagningu veiða á eignar-
löndum.
Skotveiðinienn og landeigendur.
Núgildandi lög um fuglaveiðar
kveða svo á um, að á eignar-
löndum séu veiðar óheimilar nema
með leyfi landeigenda og gildir
það sama um ábúanda á leigujörð.
þar sem veiðiréttur fylgir. Utan
eignarlanda á afréttum og al-
menningum, sem falla ekki undir
fullkominn eignarrétt, er fugla-
veiði öllum heirnil. Lögin unt þetta
atriði eru skýr og vissulega skyn-
santleg. Aftur á móti er eignarrétt-
arstaða mjög margra afréttarlanda
óskýr og hefur það oft á tíðum leitt
til spennu og jafnvel ágreinings
milli skotveiðimanna og þeirra,
sem telja sig réttmæta eigendur
afréttarlanda. Báðir aðilar reyna
að sjálfsögðu að standa á sínum
rétti og þar við situr nú í þeim
málunt.
S.I. hefur beitt sér fyrir góðum
samskiptum við landeigendur og
er mjög fúst til viðræðna og samn-
inga við landeigendur um fyrir-
komulag skotveiða. S. í. á nú full-
trúa í nefnd skipaðri af Mennta-
málaráðuneytinu til þess að gera
tillögur um skipulagningu gæsa-
veiða. í þeirri nefnd eru fulltrúar
frá Búnaðarfélaginu, Stéttarsam-
bandi bænda, Náttúrufræðistofn-
un. Menntamálaráðuneytinu auk
formanns nefndarinnar sern er
Valtýr Sigurðsson, lögfræðingur.
S. I. gerir sér vonir um, að gott
samkomulag náist í nefndinni um
æskilega tilhögun og skipulagn-
ingu gæsaveiða, sem verði til
hagræðis bæði fyrirskotveiðimenn
og landeigendur. S. í. hefur í
hyggju að beita sér fyrir því að
sportveiðimenn fái eðlilega aðild
Góður veiðimaður er sá sem:
• virðir lög og reglur um veiðar
• gætir fyllsta öryggis í meðferð skotvopna.
• virðir óskráð siðalögmál skotveiðimana.
• virðir rétt landeigenda
• virðir land og lífríki
• eykur stöðugt þekkingu sína og hæfni á öllum svið-
um skotveiða.
FREYR — 619