Freyr - 01.08.1982, Page 15
geta til hliðar náttúrlegum mat-
vælum. Hérverðuraðbregðast við
með góðri og dyggilegri fræðslu
um gildi þess sem er ósvikið.
Frumþarfir mannsins eru ekki að-
eins að fá nægan mat heldur einnig
góðan mat og rétt samsettan.
Ekki verður fram hjá því gengið
að óraunsæjar kröfur um um-
hverfisvernd, geta valdið erfið-
leikum við búrekstur. Sumir ganga
of langt í þeim efnum eins og oft
vill verða.
Möguleikarnir eru margir.
Þær blikur sem ég tel vera á lofti í
landbúnaði ógna ekki síður öðrum
atvinnuvegum næsta áratuginn.
Landbúnaðarins bíða hins vegar
einstæð tækifæri. Þar á ég þó ekki
við vöxt matvælaframleiðslu,
heldur við nýjar framleiðslu-
greinar, þar á meðal orkufram-
leiðslu.
Ég er ekki svo auðtrúa að ég telji
hann geta bjargað öðrum atvinnu-
vegum frá orkuskorti. En ég bendi
hins vegar á hve til mikils er að
vinna með því að bændur gætu
framleitt næga orku fyrir eigin
rekstur og þannig brynjað sig fyrir
afleiðingum þeirrar verðspreng-
ingar sem hlýtur að vera fram-
undan á orkumarkaði.
Það kunna að vera möguleikar
til að gera t. d. sænskan landbúnað
sjálfbjarga um orku.
Telji maður upp sígæfar orku-
lindir sést að grundvöllur þeirra
allra er jörð eða gróður (skógur):
Sama hvort er jarðhiti, viður eða
viðarhakk, svörður (mór), hálmur,
gas úr áburði, vindorka eða sól-
arorka. Ég erekki vissum að menn
geri sér grein fyrir því hve mögu-
leikarnir á orkuframleiðslu í land-
búnaði eða fyrir hann eru fjöl-
breyttir.
Nú er mikið talað um breyttan
lífsstíl og nýtt gildismat. Það er tal-
að um hina grænu bylgju, hvernig
sem þetta nú er orðað. En hafa
menn gert sér grein fyrir því að
undirstöðu alls þessa er að finna í
landbúnaði? Grundvöllurinn er í
höndum bændanna, og hann er
landið sjálft, jörðin og náttúran.
Þörfin fyrir hvíld og útilíf er
fyrir hcndi og býður upp á mikla
möguleika ekki hvað síst fyrir
byggðarlög sem eru í hæfilegri
fjarlægð frá þéttbýli.
Sennilegt er að meira og meira
verði um það í sumum byggðar-
lögum, að menn stundi þjónustu
við ferðamenn með búskap og
getur þetta að mínum dómi ráðið
úrslitum um hvort ýmsar slíkar
byggðir haldist við.
Þá verðum við einnig að vænta
þess að samvinna milli bænda í
smærri hópum, og samvinnufélög
þeirra, eigi enn eftir að eflast og
leiða til góðs. Þar eru margháttaðir
möguleikar. Bændur á Norður-
löndum eiga sér einstæða sögu og
hefðir í samvinnustarfi, en þetta
má enn auka og færa á fleiri svið.
Víða ganga hinar stóru skurð-
þreskivélar 150 tíma á ári en ann-
ars staðar aðeins 10 tíma. Svipað
má segja um önnur tæki t. d.
sláttuvélar.
Okkur hinum Norðurlandabú-
um væri hollt að líta til Finna í
þessu sambandi. Þeir eru verulega
á undan með samvinnu um notkun
véla. Það er hægt að hafa samvinnu
á milli bæja á margan hátt. Stefnan
verður að vera að kunnátta, hæfni
og tækjakostur hvers bónda nýtist
sem best.
En það eru ekki aðeins að
bændur þurfi að vinna meira
saman. Hið sama má segja um öll
félög þeirra og fyrirtæki. Með
meiri samvinnu þeirra mætti spara
margt og ná fjárhagslegum
ávinningi, t. d. við fjárfestingar.
Hafið þið hugleitt hvílík
stórvirki hafa verið unnin í þessum
efnum síðustu 50 árin með því að
byggja vinnslustöðvar og dreif-
ingarkerfi sem náð hafa 75—80%
(eða meira) af markaði varanna?
Það kostar heldur ekki lítil átök
fyrir þessi fyrirtæki að auka við sig
og ná stöðugt stærri markaðs-
hlutdeild r samkeppni við fyrirtæki
sem njóta þeirrar aðstöðu að geta
haft not af hlutum, sem þegar eru
að mestu afskrifaðir.
Ef ég hefði ekki vinnu í þessari hrœdilegu verksmiöju sem mengar umhverfið, þá
hefðum við heldur ekki efni á að fara í fríinu hingað lil að komast burt frá henni.
FREYR — 607