Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 33

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 33
Endurgreiðsla á sölugjaldi af dráttarvélum 777 innheimtumanna ríkissjóðs. Ráðuneytið tilkynnir yður hér með að það hefur ákveðið að fyrst um sinn og þar til öðru vísi kann að verða ákveðið skuli endur- greiða sölugjald af dráttarvélum í tnr. 87.01.31 sem keyptar kunna verða eftir 30. september 1983 af bændum á lögbýlum. Umsókn um endurgreiðslu skal skilað til við- komandi innheimtumanns, sem endurgreiða skal sölugjaldið að uppfylltum eftirgreindum skil- yrðum: a) Umsækjandi endurgreiðslu sé bóndi á lögbýli og framvísi staðfestingu Stofnlánadeildar landbúnaðarins því til sönn- unar. b) Dráttarvél sé skráð á nafn um- sækjanda. c) Framvísað sé frumriti reikn- ings yfir hina keyptu dráttarvél er beri greinilega með sér fjár- hæð innheimts sölugjalds, auk upplýsinga um tegund, árgerð, vélarnúmer og verksmiðju- númer dráttarvélarinnar. d) Umsækjandi gefi út yfirlýs- ingu, sbr. hjálagt sýnishorn, sem þinglýst skal sem kvöð á viðkomandi dráttarvél. Verði eigandaskipti á dráttarvél sem sölugjald hefur verið endur- greitt af, innan fimm ára frá endurgreiðsludegi skulu hlutfalls- legar eftirstöðvar sölugjalds endurkræfar að viðbættum vöxt- um frá endurgreiðsludegi. Vext- irnir skulu vera jafnháir hæstu lögleyfðu fasteignaverðlánsvöxt- um, eins og þeir kunna að verða ákveðnir af Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Ef dráttarvél sem sölugjald hefur verið endurgreitt af, er seld bónda, skal ekki inn- heimta hið hlutfallslega sölugjald enda séu skilyrði þau sem um getur af framan að öðru leyti upp- fyllt. Hjálagt fylgja nokkur eintök af umsóknareyðublöðum, sem nota skal í sambandi við endurgreiðslu þessar. Fyrst um sinn verður hins vegar að notast við ljósrit af yfir- lýsingunum, en innan tíðar verða þær sendar yður sérprentaðar í þríriti. Frumritið af yfirlýsingunni skal vera í yðar vörslu. Að öðru leyti skulu ákvæði 4. til og með 6. gr. auglýsingar nr. 8/1981 um niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda og/eða sölu- gjalds af ýmsum aðföngum til samkeppnisiðnaðar gilda eftir því sem við getur átt. Fjármálaráðuneytið, 28. september 1983. Reglugerð nr. 645/29. september 1983 um breyting á reglugerð nr. 486H982 um söluskatt með siðari breytingum 1. gr. Við 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 27. tl., svohljóð- andi: Vörur, sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer, sbr. 1. gr. laga nr. 120/1976 um tollskrá o. fl., með síðari breytingum: 84.11.41 Heyblásarar úr 84.17.22 Mjólkurkælar úr 84.20.10 Fjárvogir 84.22.31 Heyblásarar (til að færa hey) 84.23.61 Ámoksturstæki við almennar hjóladráttarvélar 84.24.10 Plógar úr 84.24.20 Áburðar- og mykjudreifarar, kartöfluniðursetn- ingarvélar 84.24.31 Herfi úr 84.24.40 Valtarar og flagjafnarar 84.25.31 Sláttuvélar, aðrar en garðsláttuvélar 84.25.32 Upptökuvélar fyrir kartöflur og aðra garðávexti 84.25.33 Rakstrar- og snúningsvélar úr 84.25.39 Múgavélar, rúllubindivélar og heybindivélar 84.25.41 Flokkunarvélar 84.26.10 Mjaltavélar 85.07.01 Fjárklippur 87.14.21 Vagnar búnir tækjum til losunar og/eða lestunar á heyi 87.14.22 Vagnar búnir tækjum til áburðardreifingar 87.14.23 Vagnar búnir tækjum til heyvinnslu 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 10/1961 um söluskatt með áorðnum breytingum, öðlast gildi frá og með 1. október 1983. Fjármálaráðuneytið, 29. september 1983. F. h. r. Höskuldur Jónsson. Þorsteinn Geirsson. ffifWÍ — 881

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.