Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1987, Qupperneq 8

Freyr - 15.07.1987, Qupperneq 8
Séð heim að Hríshóli í Saurbœjarhreppi. F. v. fjárhús, fjós og hlaða, íbúðarhús Hreins og Ernu og íbúðarhús Sigurgeirs og Bylgju. Hjá Fíu á Hríshóli og húsbændum hennar Eitt afurðamesta bú landsins er rekið að Hríshóli í Saurbœjarhreppi í Eyjafirði. Meðalnyt þar var á sl. ári rúmlega 5400 kg á árskú og 32 kg kjöts voru að meðaltali eftir ána. Á Hríshóli búa tvenn hjón félags- búi, þau Hreinn Kristjánsson og kona hans Erna Sigurgeirsdóttir, og sonur þeirra Sigurgeir og kona hans Bylgja Sveinbjörnsdóttir. Fjölskyldurnar búa í nýtískulegum íbúðarhúsum, Hríshóli I og II. Hríshóll er næsta jörð sunnan við Möðruvelli í Eyjafirði og er fremur landlítil. Nær allt ræktan- legt land á jöröinni hefur verið tekið til ræktunar. Erna og Hreinn fóru að búa á Hríshóii árið 1961 og keyptu þá jörðina, sem áður hét Fjósakot. Þau breyttu nafni hennar og nefndu Hríshól, eftir örnefni í landi jarðarinnar. Áður höfðu þau búið nokkur ár í Fellshlíð, sem fyrr hét Öxnafellskot, í félagsbúi við Jón, bróður Hreins. Helga Tryggvadóttir frá Víði- keri, móðir þeirra bræðra flutti með fjölskyldu sína austan úr Bárðardal í Öxnafellskot, sem þá var rýrðarjörð. Helga var þá orðin ekkja. Þingeyingarnir tóku til við að rækta og byggja og breyttu Öxnafellskoti í vildarjörð. Þeir skýrðu hana upp og nefndu Fells- hlíð. Sú saga væri efni í aðra grein. Erna í húnvetnsk í móðurætt en þingeysk í föðurætt. Hún er fædd og uppalin á Arnarstapa í Ljósa- vatnsskarði og hefur ætt hennar búið þar lengi. 536 Freyr

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.