Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Síða 24

Freyr - 15.07.1987, Síða 24
Þróun aðstöðu á búum bænda og viðhorf þeirra til heykögglagerðar. Um þessi atriði mætti skrifa langt mál, en frumskilyrði þess að þró- un aðstöðu heima á búum bænda vegna heykögglagerðar og fóðrun- ar með þeim verði farsæl, er fyrst og fremst komin undir jákvæðu hugarfari þess sem þjónustuna kaupir, þ.e. bóndans. Til þess að þróa slíka aðstöðu þarf bóndinn í raun að vera meira en jákvæður, hann þarf að vera ákveðirm í að gera heykögglun að föstum lið í búskap sínum. Atriði sem nefna má í þessu sambandi eru m.a. þessi: — Gera þarf áætlun út frá gróð- urfari, túnstærð og búfé, um nauðsynlega áburðarnotkun til að ná nægum umframheyjum til kögglagerðar. — Gera þarf áætlun um hvaða hey skuli köggla og hvar skuli koma því fyrir, svo að það sé aðgengilegt. — Æskilegt væri að geta komið kögglunarheystæðu fyrir í hlöðuenda eða þar, sem mögu- legt væri að blása undir heyið og athafna sig vel við köggla- gerðina. — Góð geymsla þarf að vera fyrir hendi (gryfja, síló, stórsekkir o.s.frv.), hugsanlega sniglar eða færibönd eftir atvikum. — Æskilegt væri að bóndi fengi kögglunarhey efnagreint fyrir kögglun og gæti hagað íblönd- un í það eftir því og fengið nauðsynlegar leiðbeiningar ráðunauta þar að lútandi. — Bændur hafi það í huga að vanda allan heyskap, þar eð œtíð borgar sig best að öðru jöfnu að köggla eins gott hey og nýting heyforðans leyfir. Óhætt er að fullyrða að bændur eru yfirleitt mjög skammt á veg komnir í þessum efnum, þótt dæmi séu um hið gagnstæða. Nokkur orð um rannsóknir og leiðbeiningar varðandi heykögglagerð. Þótt allnokkuð sé vitað um fóðrun með gras- og heykögglum, er þó miklu fleira lítt eða ekki þekkt. Of langt mál er að gera þessu skil í smáatriðum. Almennt má þó segja, að fóðrunarvirði heyja, og þar með kjarnfóðurígldi þeirra, aukist við kögglun. Þá er nokkuð Ijóst að bæði átgeta og fóðurgildi, a.m.k. til vaxtar og fitunar, eykst að tiltölu meira við kögglun eftir því, sem hráefnið — heyið — verður lakara (síðslegnara). Þetta segir hins vegar lítið um það, hvers konar hey borgi sig best að köggla, vegna þess að heykögglar verða fyrst og fremst notaðir í stað kjarnfóðurs en ekki heyja. Þegar gætt er að áhrifum hey- og kögglagæða á átgetu og orku- Tafla 1. Meltanleiki á sama heyi óunnu og í kögglaformi gefnu geldingum í mismiklu magni. Mismunur Hcy 4- kögglar Meltanl. % Meltanleika- Fóðrun Fóður Meðalt. Frávik einingar % Viðhalds Hey 63,5 3,1 fóður ( + ) Kögglar 59,3 0,6 4,2 7.1 Viðhald Hey 65,9 1,6 +250 g þe. Kögglar 57,2 1,2 8,7 15,2 Samkv. Hey 63,3 3,6 átgetu Kögglar 51,7 1,0 11,6 22,4 Allir H. Hey 64,4 2,8 meðalt. Kögglar 56,1 3,5 8,1 14,4 búskap búfjár koma greinilega í Ijós yfirburðir þess að köggla gott hey en ekki slæmt. Almennt verð- ur að stefna að sem mestum hey- gæðum, sem eru afgerandi, hvort sem vinnsla á sér stað eða ekki. Vísast hér til greinar um þetta efni eftir undirritaðan í Handbók bænda 1986 (bls. 229—238). Sem stendur eru rannsóknir á fóðrunarvirði heyköggla í gangi með mjólkurkýr á Tilraunastöð- inni á Möðruvöllum og með haustgelt hrútlömb á Tilrauna- stöðinni á Skriðuklaustri. Á Skriðuklaustri er verið að bera saman fóðrunarvirði ýmissa heygerða í óunnu formi og köggl- uðu. Er um að ræða allumfangsmikl- ar sláturtilraunir til beinna mæl- inga á nettóorkugildi þessa fóð- urs. Þessar tilraunir hófust í jan- úar 1985, en þrátt fyrir það liggja endanlegar niðurstöður ekki fyrir, m.a. vegna þess að ekki hefur enn tekist að efnagreina öll skrokk- sýni. Til nokkurs fróðleiks gefur að líta í meðfylgjandi töflu (nr. 1) niðurstöður in vivo meltanleika á því heyfóðri sem gefið var í fyrstu tilrauninni. In vitro meltanleiki mældur hjá RALA og Ræktunar- félagi Norðurlands reyndist um 63% í þessu heyi. í hverjum flokki eru fjórir ein- staklingsfóðraðir geldingar, nema þrír, sem fóðraðir voru á heyi samkvæmt átgetu. Eins og sjá má er meltanleiki mun lakari á kögglum, eins og raunar þekkt er. Dæmið snýst hins vegar alveg við fyrir nettóorku, en bráðabirgðatölur benda til, að kögglun auki nettóorku um 15— 20%. Með öðrum orðum: Meltan- leikatölur fyrir heyköggla in vivo endurspegla mun hærra fóðurgildi en samsvarandi tölur fyrir hey, jafnvel svo að af heyi sem þarf 1,9—2,0 kg í FE og er um 63% meltanlegt, mælist hafa við köggl- um niður í u.þ.b. 1,6—1,7 kg/FE þótt meltanleiki í skepnunum meltist ekki nema u.þ.b. 58%. 552 Freyr

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.