Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1987, Page 26

Freyr - 01.11.1987, Page 26
Frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins Starfsemi fóðurdeildar Rala Við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) er starfandi fóðurdeild. Skipta má starfsemi deildarinnar í tvo meginþætti. I fyrsta lagi þjónustu við bœndur og aðrar deildar Rala og í öðru lagi rannsókna- og tilraunastarfsemi. Þjónusturannsóknir felast aðal- lega í mati á fóðurgildi með gler- magaaðferð (in vitro) sem byggist á meltanleikamælingum í tilrauna- glösunum. Með glermagaaðferð- inni eru mæld milli þrjú og fjögur þúsund sýni á ári: Samhliða eru gerðar mælingar á meltanleika í sauðum (in vivo) til samanburðar og þróunar á glermagaaðferðinni. Einnig er verið að vinna að og þróa nýjar aðferðir við fóðurgildi- smat svo sem tækni með innrauða geislun, (near infrared reflectance spectroscopy). Rannsókna- og tilraunastarf- semi deildarinnar fer fram víðs- vegar um land í góðri samvinnu við ýmsa aðila. Verið er að byggja rannsóknarstofu fyrir búfé við að- alstöðvar Rala á Keldnaholti. Þar á að vera aðstaða til að sinna fjölbreyttum nákvæmnisrann- sóknum með allar búfjártegundir í íslenskum landbúnaði og allar teg- undir fóðurs, ásamt tilraunafóður- verksmiðju. Starfsemi rann- sóknarstofunnar mun falla vel að þeirri tilraunastarfsemi sem fyrir er í landinu auk þess sem hægt verður að stunda fleiri og betri tilraunir. Þannig mun starfsemin stuðla að betri nýtingu á tilrauna- stöðvum Rala þar sem stundaðar eru fóðrunartilraunir, þ.e. á Stóra-Ármóti í Árnessýslu, Skriðuklaustri í Fljótsdal, Möðru- völlum í Hörgárdal og Hesti í Borgarfirði. Nýlokið er við að byggja tilraunafjós á Stóra-Ár- móti og Möðruvöllum. Verið er að rannsaka í glermaga möguleg áhrif jarðvegssveppa á þrif lamba á láglendismýrum, miðað við beit á hálendi. Erlendis hefur sýnt sig að jarðvegssveppir geta dregið úr starfsemi örvera í vömbinni og þannig dregið úr fóð- urnýtingu. Líkur benda til að sveppurinn Paecilomyces carneus, sem finnst á mýrlendi á láglendi hér á landi, geti haft svipuð áhrif. Rannsóknir eru í gangi á trénis- eiginleikum og notagildi einstakra fóðurjurta fyrir jórturdýr. Safnað er sýnum af algengustu grasteg- undum á ýmsu þroskastigi og sömuleiðis af helstu afbrigðum af byggi. Rannsakaðir eru eigin- Ieikar trénisins í þessum plöntum og gerjunareiginleikar við aðstæð- ur þar sem líkt er eftir mismun- andi fóðrun. Þetta er framkvæmt bæði í kúm og í glermaga. Við þessar rannsóknir er notuð ný teg- und af glermaga, svokölluð „Rus- itec“ aðferð. Hún er eftirlíking af vömb jórturdýrs og er hægt að halda örverugróðri vambarinnar gangandi svo að vikum og mánuð- um skiptir utan líkama skepnunn- 874 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.