Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 22

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 22
Ný námsskrá við Bændaskólann á Hvanneyri Síðastliðið haust var hafin kennsla samkvœmt nýrri námsskrá við Bœndadeild Bœnda- skólans á Hvanneyri. Þeir sem hófu þá nám á fyrsta námsári fylgja þeirri námsskrá en annars árs nemar Ijúka námi samkvœmt hinni eldri. Ákvörðun um nýja námsskrá er viðbrögð skólans við nýjum að- stæðum í landbúnaði. Á Hvann- eyri hefur um langan aldur verið rekinn búnaðarskóli með höfuðá- herslu á kennslu í hefðbundnum búskap hér á landi, þ.e. nautgripa- og sauðfjárrækt, og greinum sem tengjast honum, þ.e. jarðrækt, bú- tækni og hagfræði. Aðrar búgrein- ar hafa þar einnig átt sinn hlut, svo sem hrossarækt, svínarækt, ali- fuglarækt og kartöflurækt. Á síðari árum hefur svo verið tekin upp kennsla í nýbúgreinum og leitast við að gefa þeim nokkurt forskot. Má þar nefna loðdýrarækt, kanínurækt og ferðaþjónustu. Alyktun skólanefndar Við Bændaskólann á Hvanneyri er starfandi skólanefnd. Á fundi hennar á sl. vori, í tengslum við aldarafmæli skólans, samþykkti hún ályktun þar sem lagt er til að endurskoðað verði markmið og skipulag kennslu við skólann, bæði í Bændadeild og Búvísindadeild, sem og endurmenntunarstarf skólans og rannsóknahlutverk hans. Kennarafundur skólans fékk þessa ályktun til úrvinnslu og fól þremur kennurum að gera tillögur um nýj a námsskrá við Bændadeild- ina. Þeir voru Magnús Óskarsson, sem falið var að stjórna hópnum, Runólfur Sigursveinsson og Sig- tryggur Björnsson. Tillögurstarfshóps Vinna starfshópsins leiddi til að við endurskoðun námsskrár skyldi Töluvert starf er framundan við endurnýjun kennsluefnis vegna nýrrar námsskrár. 924 Freyr 22. NÓVEMBER 1989

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.