Freyr

Årgang

Freyr - 15.03.1990, Side 20

Freyr - 15.03.1990, Side 20
]Vélar& i FkhJ I Ahki-'j-' þjónusta hf 1 tölublaö 2 árgangur 1990 Ný gerð af Case IH dráttarvél Case IH 985 XL dráttaivél Á Smithfield landbúnaðar- sýningunni í desember 1989 var kynnt viðbót við CASE IH fjöldskylduna, Case IH 985. Þessi nýi fjöldskyldumeðlimur er 90 hestöfl og hægt er að fá hann með L eða XL húsi og með eða án framdrifs. Búnaðurinn sem i boði verður á þessari vél hér á landi verður í sama staðli og hefur verið á þeim CASEIH dráttarvélum sem boðið hefur verið upp á til þessa úr 85 línunni, en þær vélar eru með flestum þeim aukabúnaði sem völ er á. í þessum aukabúnaði má nefna rafstýrðan vökvamilligír, læst framdrif með rafinnsetningu, lyftutengdan dráttarkrók meö viðvörun, tvö tvívirk vökvaúrtök, vinnuljós framan og aftan, fram- bretti á framdrifsvélum, hús af lúxus gerð meö sléttu gólfí, lituðu gleri, sóllúgu, útvarpi og fleira. Á árinu 1990 verðurboðið upp á enn einn nýjan kost í aukabúnaði á Case IH, en það er vendigír á gírkassa sem þá verður meö átta gíra áfram og átta gíra afturábak. Þessi kostur verður í boði á Case IH 685,785, 885 og nú 985. Þessi nýji kostur Case IH 985 gefur enn betri möguleika en áður á að velja þá dráttarvél sem hentar. Nýr vendigír á Case IH dráttarvélum Ný Krone rúllubindivél KRONE KR130 rúllubindivél Á árinu 1990 kynnum við nýja gerð af KRONErúllubindivél, en hönnunin á þessari nýju gerð er byggð á sömu grundvallar- atriðum og gerðu KRONE KR 125rúllubindivélinaeins vinsæla og raun bar vitni. Þar má meðal annars nefna færibandið sem gengur innaná og utaná bagga- hólfinu,en þessi útfærsla hefur gefið meiri þjöppun við miklu minni aflnotkun en áður hefur þekkst. Þrýstimælar á báðum hliðum gera það að verkum að alltaf er hægt aö fylgjast með því að lögun rúllubaggans sé jöfn beggja megin og beisli er hægt að tengja hvort sem er á lyftutengdan dráttarkrók eða krók fyrir ofan aflúrtak. Þessi nýja gerð hefur ýmsan búnað sem Krone KR125 rúllu- bindivélin hefur ekki. Af þeim búnaði má nefna tvíbindikerfi, sjálflosunarbúnað (sparkara), rafbúnað sem gefur merki við lok bindingar, galvaníseraða sópvindu og síðan er boðið upp á rafstýribúnað á alla vélina.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.