Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 23

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 23
Bœndur í sveitum með viðunandi skilyrði til skógrœktar eru farnir að huga að nytjaskógrœkt sem nýbúgrein, en mun meira fjármagn vantar til framkvœmda. Einnig mœtti nýta vinnuafl, tœki og þekkingu í sveitum landsins til alhliða gróðurbóta og landvörslu. (Ljósm. Jónas Jónsson). græðsla ríkisins og Skógrækt ríkis- ins forgangsraði verkefnum sínum fyrir árin 1990-1995 samkvæmt áð- urnefndum verkefnaskrám (37) og undirbúi framkvæmdirnar á næst- unni í samvinnu við landbúnaðar- ráðuneytið. Jafnframt verði tryggt fjármagn til þeirra verkefna sam- kvæmt kostnaðaráætlunum. Þótt hér sé fyrst og fremst miðað við búháttabreytingar í gróðurvernd- arskyni mætti tengja þær víðtækari umhverfisverndarsjónarmiðum er tryggi að allar greinarlandbúnaðar verði stundaðar sem mest í sátt við náttúruna. Til fróðleiks má geta þess að síðan 1985 hefur Evrópu- bandalagið veitt bændum styrki í þessu skyni með ákveðnum kvöð- um, sem geta falið í sér breytingar á búskaparháttum. t.d. í Wales þar sem saman fara landnot til beitar, skógræktar og útivistar (49, 50). Þó að búháttabreytingar miðist við einstakar jarðir, sem flestar eru eign bændanna sjálfra, koma sveit- arstjórnir að sjálfsögðu við sögu, einkum ef um afréttanýtingu er að ræða. Þá er vert að hafa í huga að sveitarstjórnum er skylt að fylgjast með ástandi heimalanda og afrétta (51). Reikna má með að í búhátta- breytingum til gróðurverndar felist fækkun sauðfjár og/eða hrossa, a.m.k. á landþröngum jörðum, og ætti slíkt að falla að framleiðslu- markmiðum á meðan kindakjöts- framleiðslan er ekki komin í fullt jafnvægi og stóðhrossastofninn er of stór (25, 52). Þar sem tiltölulega fáar jarðir í Iandinu hafa viðunandi beitarskilyrði fyrir stór, einhæf fjár- eða hrossabú gætu slíkar bú- háttabreytingar stuðlað að eflingu blandaðs búskapar sem fellur bet- ur að vistrænni nýtingu lands (53). Reynsla bænda og athuganir á nið- urstöðum búreikninga sýna að sauðfjárrækt hentar vel sem hluta- starf, og slík aukabú virðast að jafnaði hagkvæmari en einhæfur fjárbúskapur (36, 48, 54). Þá hafa tilraunir á grösugum láglendishög- um sýnt yfirburði blandaðrar beit- ar með tilliti til nýtingar gróðurs og þrifa gripa, einkum sauðfjár (17). Ég tel brýnt að við undirbúning búháttabreytinga vegna gróður- verndar verði beitarþol metið og hóflegt beitarálag tryggt á viðkom- andi jörðum, eftir aðlögunartíma þar sem þess gerist þörf. Svipað gildir um afréttabeit, sé hún nýtt. Þótt a.m.k. helmingur sauðfjár og flestöll hross í landinu gangi ein- göngu í heimalöndum eru bændur mjög misháðir afréttanýtingu. í sumum sveitum er farið með svo til allt féð í afrétt en í öðrum aðeins fátt (55, 56). Margir bændur eru með allt féð heima, og vera má að þeim fjölgi sem geta haft þann hátt á. Þó blasa við ýmis vandamál, t.d. þar sem byggð hafa verið upp stór fjárbú á landlitlum jörðum eða heimalandið er fullnýtt til hrossa- beitar á öllum árstímum og vart er um annað að ræða en beita fénu á tún vor og haust og á afrétt yfir sumarið. Því er ljóst að við undir- búning að breyttum búskaparhátt- um til að stuðla að gróðurvernd verður að gera úttekt á hverri jörð og jafnframt sameiginlegum beiti- 6. MARS 1990 Freyr 223

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.