Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Síða 28

Freyr - 15.03.1990, Síða 28
Bréf úr sveitinni Fáein orð í fullri meiningu Síðari hluti Hér á eftir fylgir síðari hluti afbréfi Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn. Fyrri hlutinn birtist í síðasta blaði. Ritsti Ég gat um hlunnindi áður. Ég hef engin rök heyrt fyrir því að þau, sem víða eru gildur þáttur í afkomu bænda, voru ekki reiknuð inn í forsendur Jónsfárs. Það er eins og munnur bændaleiðtoganna sé iokaður með 7 innsiglum í því efni. Um hátíðarnar var dálítið frávik þarna, en íbókinni „Bændur á hvunndagsfötum" er viðtal við Þórólf Sveinsson á Ferjubakka II í Borgarfirði, varaformann Stéttar- sambandsins. Þar segir hann m.a. að „veiði- hlunnindi sem algeng eru hér í Borgarfirði, séu eðlilegur hluti af framfærslu margra fjölskyldna í héraðinu". Það var nefnilega það. Þórólfur segir líka að sér hætti til að tala of mikið og varla kunna hlunnindabændur honum miklar þakkir fyrir lausmælgina, enda aldrei talin háttvísi að nefna snöru í hengds nranns húsi. Nú máttu ekki skilja orð mín svo, Matthías minn, að ég sé fullur öfundar yfir hlunnindatekjum, en þær áttu auðvitað að vera með 1985. Og enn frekar í haust er Seglbúðaskattinum var útjafnað og áfram meðan Jónsfárinu linnir ekki, því að hlunnindajarðir falla lítið í verði þótt kvóti þeirra sé rýrður, meðan hinar eru sífellt gerðar verðlausari og óbyggilegri. Þórólfur varaformaður segir líka í áðurnefndri bók: „Það gengur ekki í menningarsamfélagi, sem kennir sig við lýðræði að leggja niður byggð á ákveðnum svæðum með stjórnvaldsákvörðunum eins og stundum er rætt um. Við getum ekki skipað fólki að flytja sig um Indriði Aðalsteinsson. set, hvorki úr sjávarþorpi né úr sveit.“ Þetta eru falleg orð en innantóm þegar litið er til þess áðurnefnda kerfis sem Stéttarsambandsforust- an ber ábyrgð á og stendur, eftir því sem best verður séð, einhuga vörð um. Þetta kerfi sem er, sem áður segir, nánast sérhannað fyrir stór- bændur og hlunnindajarla, en ban- vænt fyrir hinn venjulega bónda, ekki síst í þeim héruðum sem eru veðurfarslega erfiðari og fóðuröfl- un því settar þrengri skorður, byggð erstrjálli og mörgum samfé- Iagsþáttum ábótavant. Þess vegna hvarflar ekki að mér, Matthías, að þessir hlunninda- bændur láti ótilneyddir spón úr aski sínum til okkar hinna, enda Ögurhreppur........ Reykj afj arðarhreppur Nauteyrarhreppur . . Snæfjallahreppur . . . ótvírætt þeirra hagur, að okkur blæði út og það sem fyrst. Og slíkt virðist nú á góðri leið, a.m.k. hér við ísafjarðardjúp, því að á síðasta ári fækkaði í sveita- hreppunum fjórum, svo sem hér segir: Sjá töflu neðst á síðunni. í Norður-ísafjarðarsýslu í heild er fólksfækkun 12% og með sama áframhaldi verður það líklega að- eins vitavörðurinn á Horni sem mun fagna hér árinu 2000. í Ögurhreppi er meðalfullvirðis- réttur samanlagt í mjólk og kjöti 230 ærgildi og í öllum hreppunum fjórum 308 ærgildi, hvort tveggja tölurnar fyrir Seglbúðaskatt. Hlunnindi eru fremur fátíð hér og varla til drátta nema í varpeyj- unum Æðey og Vigur. Sauðlönd eru hins vegar einhver þau albestu á landinu. Það liggur í augum uppi að tæp- lega verða ættliðaskipti á jörðum með svo lítinn og alltaf minnkandi kvóta, eða að þær seljist til bú- skapar. Framleiðnisjóður gerir og sitt hér til að fjölga eyðibýlum, en „byggðastefna“ hans virðist leggja það að jöfnu að kaupa fullvirðis- rétt af Tyrðilmýri á Snæfjalla- strönd og Vatnsenda í Kópavogi, enda varla við öðru að búast þar sem sjóðsstjórnarformaðurinn er yfirlýstur baráttumaður fyrir byggðarsamdrætti og stórbúa- íbúar 1988 íbúar 1989 Fækkun 45 38 16% 55 46 16% 64 61 4,7% 20 12 40% 228 Freyr 6. MARS1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.