Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1990, Page 33

Freyr - 15.03.1990, Page 33
Brynja Jóhannsdóttir tók viö starfi framkvæmdastjóra Búnaðarsam- bands Snæfellinga hinn 1. apríl 1988, en frá þeim tíma hefur bún- aðarsambandið ekki haft ráðunaut í þjónustu sinni. Brynja er fyrsta konan sem er framkvæmdastjóri búnaðarsam- bands. Maður hennar er Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir í Stykkishólmi. Erna Bjarnadóttir Iauk M.Sc.- prófi í landbúnaðarhagfræði frá University College of Wales í Aberystwyth í janúar sl. Erna er búfræðikandídat frá Hvanneyri ár- ið 1987. Hún er ráðin í hálft starf við bændabókhald hjá Búnaðarsam- tökum Vesturlands og í hálft starf hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri. Hallur Björgvinsson lauk vorið 1989 prófi í garðyrkju frá Land- búnaðarháskóla Noregs á Ási. Hann er ráðinn hjá Skógræktarfé- lagi íslands og vinnur við Átak um Iandgræðsluskóga 1990. Nýlega hefur Gunnlaugur A. Júl- íusson, hagfræðingur hjá Stéttar- sambandi bænda, verið ráðinn tímabundið til starfa hjá landbún- aðarráðuneytinu. Verkefni hans þar verða m.a. að starfa fyrir stjórnskipaða nefnd sem sam- komulag náðist um að setja á fót í nýliðnum kjarasamningum. í nefndinni eiga sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, Stéttarsam- bands bænda og landbúnaðarráðu- neytisins og skal hún vinna að stefnumörkun um hagkvæmari bú- vöruframleiðslu. Þá mun Gunn- laugur einnig vinna við undirbún- ing að nýjum búvörusamningi rík- isins og Stéttarsambands bænda. Sigurjón Jónsson Bláfeld var ráð- inn loðdýraræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands frá 1. febrú- ar sl. Hann var loðdýraræktar- ráðunautur B.í. á árunum 1973 til 1978. Sigurjón mun annast alhliða leiðbeiningar í greininni, þ. á m. um fóðurgerð og fóðrun. Álfheiður Marinósdóttir, kennari við Bændaskólann á Hólum og umsjónarmaður með loðdýrabúi skólans, hefur verið ráðin loðdýra- ræktarráðunautur í hálfu starfi hjá Búnaðarfélagi íslands frá 1. febrú- ar sl., með sérstöku samkomulagi við Bændaskólann. Hún mun eink- um sinna leiðbeiningum á Norður- landi en að öðru leyti leiðbeina í greininni í samvinnu við Sigurjón J. Bláfeld. 6, MARS 1990____________________ FREYR 233

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.