Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 35

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 35
Grétar Einarsson, deildarstjóri, Bútæknideild Rala, Hvanneyri Áburðardrcifarar Dreifigæði - tækni - prófanir Inngangur. Láta mun nœrri að um 10% af framleiðslukostnaði við hefðbundna búvöruframleiðslu megi rekja til áburðarkaupa. Það er því mikilvœgt að vel sé staðið að áburðardreifingu. Óhentug tœki og ónákvœmni í vinnubrögðum rýra nýtingu áburðarins og geta því valdið verulegum óbeinum útgjöldum. Eftirfarandi pistli er ætlað að varpa nokkru ljósi á þessi mál og kynna hvaða tæknileg atriði ber helst að leggja áherslu á og með hvaða hætti megi nýta upplýsingar úr prófunarskýrslum um áburðar- dreifara. Því miður er töluvert af dreifurum í notkun hjá bændum sem skila ekki hlutverki sínu full- nægjandi og hafa ekki hlotið viður- kenningu á prófunarstöðvum. Full ástæða er því til að hvetja bæði framleiðendur og kaupendur að áburðardreifurum, að fullvissa sig um að tæknilega uppfylli þeir ákveðnar lágmarkskörfur. Áburðardreifarar - áhersluatriði. Við prófun á áburðardreifurum, svo og við almenna notkun, skipta eftirtalin atriði miklu máli. • Dreifigœði, bœði til hliðar og í akstursstefnu. • Dreifigœði við ólíkar áburðar- tegundir. • Virk dreifibreidd og hœfileg skörun dreififerða. • Aðstaða við hleðslu dreifara og rými hans. • Stillibúnaður til að ákvarða dreifimagn. • Ending og ryðmyndun. • Hlífabúnaður með tilliti til slysa- hættu. Grétar Einarsson. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessi atriði og útskýrt hvernig staðið er að prófunum á tækjum til áburðardreifingar. Hagkvæmasta dreifimagn. Áburði er dreift á tún og akra til að auka uppskeru. Hagkvæmasta dreifimagn er ekki það sama frá ári til árs, einkum er varðar köfnunar- efnisáburð. Leiðbeiningar í hand- bókum um hagkvæmasta magnið eru miðaðar við meðalárferði, en eins og þekkt er hefur tíðarfarið, einkum hitastig og úrkoma, mjög mikil áhrif á nýtingu áburðarins. Við ákvörðun á dreifitíma verður að taka mið af þeim aðstæðum og jafnvel getur verið hagkvæmt að skipta áburðarskammtinum. Jöfn dreifing er samt sem áður eitt af grundvallaratriðum til að ná há- marksnýtingu áburðarins. Hvorki of né van á vel við í þessum efnum eins og mynd 1 er ætlað að undir- strika enn frekar. Hagkvæmasti skammturinn er á þeim stað á línu- ritinu þar sem viðbótarskammtur gefur ekki hagkvæma aukningu á uppskeru. (B-A á myndinni). Ef áburðarskammturinn er hins vegar of lítill vegna ójafnrar deifingar vantar upp á að spildan skili hag- kvæmu uppskerumagni (A-C á myndinni). Þetta áréttar enn frek- ar hve mikilvægt er að dreifing sé það jöfn að hún sé innan viðmiðun- armarka ekki síður sé réttur heild- arskammtur á hverja spildu. Ofgnótt eða skortur. Helstu atriði sem fram koma við of stóra áburðarskammta (hægra megin á 1. mynd) eru meðal ann- ars: • Minni uppskeruauki við aukið áburðarmagn. • Hœtta á útskolun áburðarefna og þar með umhverfismengun. • Meiri líkur á sjúkdómum í nytja- gróðrinum. • Efnasamsetning uppskerunnar verður óhagstœð í fóðrunarlegu tilliti, sérstaklega hvað varðar prótein. 6. MARS 1990 Freyr 235

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.