Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Síða 37

Freyr - 15.03.1990, Síða 37
Hlutfallslegt dreifimagn, % 120 100 80 60 40 20 0 íz 11 18 9 8 / b 6 4 3 2 1 0 1 2 3 4 b b 7 tí 9 10 Í1 12 Fjarlægð frá miðju dreifara, m Mynd 2. Dœmi um þverskurðarmynd af dreifingu þar sem hœfileg vinnslubreidd er 8 metrar. Dekksti hluti myndarinnar sýnir dreifinguna eftir eina ferð. Efsta dreififerða. ingshraða á tengidrifi, til að tryggja sem jafnasta dreifingu. Prófun á áburðardreifurum. Prófanir á áburðardreifurum á prófunarstöðvum eru tvíþættar. Annars vegar er um að ræða innan- hússprófanir og tæknilegar mæl- ingar, og svo hins vegar notkun í venjulegum búrekstri. Innanhússprófanir eru að mestu framkvæmdar í samræmi við al- þjóða staðla (ISO). Lögð er áhersla á að framkvæma prófan- irnar við eins líkar aðstæður og kostur er, þannig að bera megi þær saman á milli landa. Niðurstöður af þessum prófunum má sjá í töfl- um og línuritum, þannig að not- andinn fær upplýsingar um magn- stillingar og hæfilega skörun dreifi- ferða. Einnig koma fram ýmsar tæknilegar upplýsingar varðandi rými, þyngdarhlutföll, hleðsluhæð og fleira. Mælingar á rennslismagni. Á tengidrifsknúnum dreifurum er mælt rennslismagnið, þ.e. kg af áburði sem rennur á dreifiskífu á tímaeiningu við mismunandi opn- un. Ut frá þeim tölum má reikna áburðarmagn á hektara með hlið- sjón af eftirfarandi jöfnu. línan gefur til kynna kynna frávikin frá q _ M x 600 A x H Þar sem, G = áburðarmagn, kg/ha M = rennslismagn, kg/mín A = vinnslubreidd, m H = ökuhraði, km/klst Oft er miðað við ökuhraðann 8,0 km/klst og að aflúttak snúist 540 sn/mín. Dæmi: Dreifari gefur við ákveðna stillingu 80 kg/mín. Vinnslubreiddin er 12 m þá fæst eftirfarandi: G = 80 x 600 = 500 kg/ha 12x8,0 Ef hraðastig dráttarvélar er auk- ið verður skammtur á flatareiningu eðlilega minni og á sama hátt má auka magnið með sömu stillingu á dreifara við að minnka ökuhrað- ann. Þegar ekki liggja fyrir tölur um magnstillingu dreifarans má prófa hann á velli með því að vigta áburðarmagnið sem fer á tiltekna vegalengd. Þegar vinnslubreiddin er þekkt má finna magnið á hekt- ara með eftirfarandi: G = M x 10000 A x S leðaltalinu (100) eftir hœfilega skörun Þar sem, G = áburðarmagn, kg/ha M = áborið magn, kg A = vinnslubreidd, m S = ekin vegalengd, m í þessu tilviki er ökuhraðinn ekki breytiþáttur og því hægt að velja þann hraða sem hentar að- stæðum. Gerð áburðarins, þ.e. korna- stærð og þyngd, getur haft veruleg áhrif á bæði rennslismagn og vinnslubreidd. Af þeim ástæðum er í prófunum ávallt gefið upp hvaða tegund áburðar er notuð. Breytileikinn innan sömu áburðar- tegundar getur samt sem áður ver- ið töluverður. Prófun á dreifígæðum. Við prófanir er dreifaranum ek- ið í vinnslustöðu og þvert á akst- ursstefnu er komið fyrir grunnum bökkum, sem ná yfir alla vinnslu- breiddina. Eftir hverja ferð er áburðurinn sem safnast í bakkana vigtaður. Tölurnar eru að því búnu skráðar í tölvu sem prentar síðan út dreifilínurit. Línuritið sýnir stækkaða mynd á "þykkt" áburð- arins á velli. Að auki reiknar tölv- an út dreifigæðin við mismunandi skörun dreififerða.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.