Freyr - 15.06.1990, Page 10
Ég hef byggt upp aðstöðu mína
þannig að ég geti tekið á móti
vondu vori, en í verri vorum, snjó
og ótíð, þá er einasta hættan að
sjúkdómar komi upp og vanhöld í
framhaldi af því.
Er af lagt á Jökuldal að stefna að
því að hafa ærnar einlembdar, og
sleppa fénu snemma og láta það
bjarga sér um burð?
Það er alveg aflagt að sleppa ám
fyrir sauðburð, enda hafa vor nú
síðustu ár flest verið köld og snjó-
þung. Samt er nokuð um að menn
byggi á útbeit en flestallir reyna að
ná sem mestum afurðum á kind.
Það er töluvert um að menn láti féð
ganga sjálfala á afrétt frarn eftir
hausti, fram í desember, enda hafa
verið góð haust nú þrjú ár í röð.
Aðalsteinn og Ólafía í miðju. Til vmstri Guðrún Aðalsteinsdóttir og Jón
Jónsson, foreldrar Aðalsteins og til hœgri Sigríður Pétursdóttir og Sigmar
Sigfússon, foreldrar Ólafíu. Sigríður heldur á Ivari Þorgeiri Aðalsteinssyni og
myndin er tekin við skírn hans.
búinu. Ég tel mig ná þeim með
góðri fóðrun, sjá til þess að féð
leggi ekki af á haustin og fá sem
flest tvílembt. Ég er hins vegar
hættur að nota fengieldi að ráði.
Ég hef þó gefið örlítið af fiskimjöli
á fengitíð þangað til í vetur að ég
gaf ekkert nema hey. Ég hef ekki
gefið neitt innflutt kjarnfóður í
mörg ár, en gefið töluvert af fiski-
mjöli yfir veturinn. Auk þess hef
ég nú í nokkur undanfarin vor gef-
ið heyköggla, blandaða með fiski-
mjöli, sykri og steinefnum. Ég hef
keypt þá af Þorsteini Geirssyni á
Reyðará. Þetta fóður hefur komið
vel út.
Ég hef látið bera snemma,
nálægt því einu gangmáli fyrr en
tíðkast hefur í kringum mig og tel
að þar liggi stór hluti af afurðasem-
inni hjá mér. Ég byrja á að fara
með hrút um 10.-12. desember.
Ég held nákvæmt bókhald yfir
mitt bú og ég hef slegið á að það
muni þetta 3-4 kg af kjöti eftir ána
að flýta burðinum, en aukinn fóð-
urkostnaður á á er andvirði um
eins kg af I. fl. kjöti þennan hálta
mánuð sem ærnar eru fóðraðar
lengur eftir burð.
Hefur þú aldrei lent í það vondu
vori að þetta hafi ekki borgað sig?
Eru vandamál að ná fénu þá
saman?
Það getur verið það og var t.d. í
vetur. Það síðasta náðist þá ekki
fyrr en um 20. janúar. Vegna þess
hvað tíðin var góð þá dreifðist féð
um allar afréttir.
Það eráberandi, hve Jökuldalur
heldur sínum hlut beturen margar
aðrarsveitirá Fljótsdalshéraði.
Kanntu skýringu á því?
Brúin á Jökulsá á Dal við Klaustursel.
New York árið 1906.
Hún er byggð árið 1908, en smíðuð í
474 FREYR
12.JÚNÍ 1990