Freyr - 15.06.1990, Side 11
Séð yfir Hákonarstaði á Jökuldal, Klaustursel til vinstri.
Þetta er rétt og þarna hefur aðeins
ein jörð farið í eyði sem er byggileg
á annað borð. Skýringuna kann ég
ekki. Það er ákveðinn sveitar-
mórall þarna hjá okkur, fólk er
ánægt með að búa á Jökuldal og
með samfélagið í heild. Ef skoðað
er dýpra ofan í kjölinn þá hef ég
haldið því fram að það sé aðstaða
okkar í skólamálum og framsýni og
dugnaður okkar manna sem börð-
ust fyrir því að byggja skólann á
Skjöldólfsstöðum sem er grunnur-
inn að því að byggðin helst í þessari
sveit. Oll félagsstarfsemi okkar er
einnig þarna og þetta tengir fólkið
saman.
Svo hafa kannski samgöngur
batnað?
Já, þær hafa vissulega batnað. Ár-
ið 1975 tengist svo síðasti bærinn
inn á samveiturafmagn. Það er
ekki lengra síðan.
Svo er kominn einkasími?
Já, en sveitasíminn var nú kvaddur
með dálitlum söknuði. Meðan
hann var, þá vissu menn hvað var
að gerast á bæjunum og fylgdust
betur með.
Menn hafa annars verið ákaf-
lega ófeimnir við að ræða sín mál
upphátt á Jökuldal og ekki hikað
við það á þorrablótum að láta allt
flakka um náungann, sé það innan
velsæmismarka.
Þú ertformaðurstjórnar
Búnaðarsambands Austurlands?
Já, ég tók við því starfi í júlí 1988.
Umfangsmesta mál á könnu BSA
er og hefur verið framleiðslu-
stjórnun. Þar hafa komið upp ýmis
ágreiningsefni sem tekið hafa tíma
og krafta frá öðrum verkefnum.
Mér virðist þó að þessi mál hafi
verið að minnka að umsvifum að
undanförnu.
Austurland hefurorðiðfyrir
miklum niðurskurði vegna
riðuveiki á síðustu árum. Hvar er
það mál á vegi statt?
Það er búið að slátra öllum hjörð-
um sem staðfest hefur verið riða í,
auk þess sem búið er að hreinsa
svæðið úr Reyðarfjarðarbotni að
Lagarfljóti um Gilsá, sem er á milli
Skriðdals og Valla. Það eru Reyð-
arfjarðar-, Helgustaða-, Norð-
fjarðar-, Mjóafjarðar-, Seyðis-
fjarðar-, Borgarfjarðar-, Hjalta-
staða-, Eiða-, Egilsstaða- og Valla-
hreppar. Að vísu eru örfáar kindur
í girðingu að Mjóanesi í Valla-
hreppi.
Áuk þess hafa verið teknar ein-
stakar hjarðir sunnar, t.d. er í
Breiðdal búið að lóga flestöllu fé.
Að lokum má nefna að það er búið
að skera niður á mörgum bæjum í
Aðalsteinn í Klausturseli með börn-
um sínum, Henný Rósu, Sigmari
Jóni og ívari Porgeiri, þeim yngsta.
Fljótsdal, Fellum og á Jökuldal,
tæp 9000 fjár, þar sem riðutilfelli
hafa komið upp. Við erum með
bundið í samningum um niður-
skurð vegna riðuveiki 37% af öll-
um sauðfjárrétti á svæði Búnaðar-
sambands Austurlands, til tveggja
og þriggja ára.
Hvað gerist nú í framhaldi af
þessu?
Það verður vonandi stærri hlutinn
af þessum fjáreigendum sem hefur
sauðfjárbúskap að nýju. Við höf-
um verið að leika okkur að tölum,
og gert ráð fyrir að af þessum 190
bændum sem eru með niðurskurð-
arsamninga taki um 2/3 aftur fé.
Þessir bændur eru með að meðal-
tali 170 ærgildi. Ef við segjum að
það byrji 120 bændu aftur og fái
allan fullvirðisrétt sem nú er í
leigu, þá eru það ekki nema um
270 ærgildi á bónda. Af því má sjá
hver lífsgrundvöllur er í sauðfjár-
ræktinni á Austurlandi, eins og
málin horfa núna.
Ath: Eftir að viðtalið var tekið
hefur verið ákveðið að skera niður
allt sauðfé á svœðinu á milli Lagar-
fljóts og Jökulsár á Dal. Á þessu
svœði voru um sl. áramót 13.345
fjár á 55 býlum, þar afvar ákveðin
förgun á 1396 kindum á fjórum
búum vegna staðfestar riðuveiki.
12, JÚNl 1990
Freyr 475