Freyr - 15.06.1990, Page 13
jfr.
Jökulsá á Dal í sumarafleysingum er eitt mesta forað á landinu en sakleysið
uppmálað á veturna.
þar sem við erum í varnarbaráttu
Talsverður hluti af starfi stjórna
BSA fer í að berjast við að halda
horfinu um þjónustu gagnvai
stofnunum sem hafa aðalaðsetur
höfuðborgarsvæðinu. þannig a
öllum landshlutum sé gert jafn há
undir höfði.
Eg hef orðið varvið mikinn
framfarahug víða á Austurlandi,
einkum í þéttbýlisstöðum, svo sei
sýningin Drekinn á Egilsstöðum
fyrra barvitni um. Þarkomframa
margt er að gerast ■ atvinnumálun
landsfjórðungnum.
Já, það er margt að gerast <
möguleikar liggja víða. Ég he
t.d. að Austurland eigi mjög mik
möguleika á ferðaþjónustu. Þar er
ferjan Norræna undirstaðan eins
og er en auk þess er verið að byggj a
flugvöll á Egilsstöðum, sem gefur
kost á beinu flugi til Evrópu.
Við eigum auk þess möguleika á
mikilli raforkuframleiðslu í Fljóts-
dalsvirkjun og komi til að nýtt stór-
iðjufyrirtæki rísi hér á landi þá á
landsbyggðin að sameinast um að
það verði staðsett utan höfuðborg-
arsvæðisins og leggja þar til hliðar
allt byggðatog. Menn eiga að sam-
einast um þann stað sem hag-
kvæmastur er, sama hvort það er á
Austurlandi eða Norðurlandi.
Féð í Klausturseli á garða.
Fleira mætti nefna, því að ótrúlega
víða eru möguleikar til tekjuöflun-
ar, en til að nýta þá þarf oft frjótt
ímyndunarafl, kjark og dug.
Hvernig f innst þér horfa með
búsetu í sveitum á Héraði og
annars staðar á Austurlandi?
Þar finnst mér skipta miklu máli
hvernig þróun verður í markaðs-
málum dilkakjöts. Ef þar fer ekki
enn frekar á ógæfuveg þá vænti ég
þess að við höldum þeirri byggð
sem við nú höfum.
Nú er mikið talað um þröngan
fjárhag búnaðarsambandanna.
Hvernig gengurað reka
Búnaðarsamband Austurlands?
BSA lenti í stóráfalli þegar Rækt-
unarsamband Austurlands varð
gjaldþrota. Við tókum þá á okkur
halla sem skipti milljónum króna.
Af því var deilt út á félagsmenn kr.
2.500 á hvern skattskyldan félaga.
Við höfum verið að klóra okkur
fram úr þessum vanda og höfum
kannski af þeim sökum ekki getað
veitt þá þjónustu sem hefði þurft.
Fjárhagslega stöndum við núna al-
veg þokkalega.
Samskipti okkar hér við Búnað-
arfélag íslands tel ég vera allgóð og
hef ekkert yfir þeim að kvarta.
Sama má segja um samskipti við
Stéttarsamband bænda. Ég er þó
þeirrar skoðunar að við þurfum að
vinna að því að einfalda félagskerfi
landbúnaðarins. Það er alltof viða-
mikið. Bændum fækkar ár frá ári
en ef nokkuð er þá er heldur bætt
við yfirbygginguna.
Við verðum að fara að gera okk-
ur grein fyrir því hvaða fjármagn
við höfum til reksturs á félagsstarf-
semi okkar gegnum félagsgjöld og
sjóðagjöld. Því fjármagni þarf að
deila niður á þá starfsemi sem við
teljum mikilvægasta fyrir landbún-
að í landinu og fá út úr því einfald-
ara og ódýrara kerfi en við höfum
núna.
Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í
því?
Ég gæti hugsað mér að Búnaðarfé-
lag íslands og Stéttarsamband
bænda verðisameinuð. Við stönd-
um núna straum af kostnaði við að
reka Stéttarsambandið og það
stefnir í það að bændur verði líka
að taka á sig kostnað við Búnaðar-
þing enda annað kannski óeðlilegt.
Ég tel að við eigum að geta náð í
gegnum eina samkomu skilvirkari
ákvarðanatöku í hagsmunamálum
okkar enda að hluta til sama fólkið
sem situr þessa fundi. .. _
M.E.
12. JÚNl 1990
Freyr 477