Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1990, Page 14

Freyr - 15.06.1990, Page 14
Stefán Aðalsteinsson og Pétur Sigtryggsson: Islenski svínastofninn og innflutningsþörf Inngangur íslensk svín eru afkomendur ýmissa erlendra kynja semflutt voru til landsins fyrir miðja 20. öld og hafa verið rœktuð í landinu síðan. Árið 1980 hófst fyrsta skipulega skýrsluhald í svínarcekt hér á landi að tilhlutan svínaræktarráðunautarins Péturs Sigtryggssonar. Með tilkomu skýrsluhaldsins var fyrst hœgt að leggja mat á það hvernig íslenski svínastofninn var miðað við svínastofna í nágrannalöndunum. Sá samanburður sýndi að svína- rækt á íslandi stóð svínarækt á Norðurlöndum langt að baki. Grísir voru léttir við got, margir fæddust dauðir eða dóu skömmu eftir fæðingu, vöxtur grísa var hæg- ur, mun lengri tíma tók að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en á Norðurlöndunum og fitusöfnun íslensku grísanna var mun meiri (Pétur Sigtryggsson, 1982. Ástand íslenska svínastofns- ins. Ráðunautafundur 1982, bls. 139-150). Með tilkomu skýrsluhaldsins og úttektarinnar sem að ofan getur opnuðust augu svínaræktenda fyrir þörfinni á umbótum í aðbúnaði að svínunum. Einnig var augljóst að bæta þurfti stofninn, annað hvort með úrvali eða innflutningi á betri stofnum. Óskir um innflutning hafa oft komið fram eftir að ofan- nefnd úttekt var gerð og síðustu mánuðina hefur verið unnið skipu- lega að því að kanna hvernig standa eigi að slíkum innflutningi ef af honum verður. Kostir og gallar ís- lenska svínastofnsins sem gerist erlendis. Má í því sam- bandi benda á að í Noregi hafa að meðaltali verið 10,4 lifandi fæddir grísir í goti eftir skýrslufærða gyltu og 8,8 lifandi grísir undir gyltu við þriggja vikna aldur (Pétur Sig- tryggsson, 1989. Rannsóknir á ís- lenskum sláturgrísum á árunum 1980-1983 og 1989. Fjölrit RALA nr. 137). Fótagerð og ending gylta Erlendis er víða farið að bera á því að gyltur endist illa. Ýmsir fótagallar eru algengir í svínum í nágrannalöndum okkar og mikið Stefán Aðalsteinsson. Frjósemi Gyltur af íslenska svínastofnin- um eru frjósamar. Á tímabilinu 1980-1983 fæddust að meðaltali 11,2 lifandi grísir í goti og 9,3 grísir voru þá lifandi við fráfærur. Van- höld á nýfæddum grísum voru þá allhá og var lágum fæðingarþunga m.a. kennt um (Pétur Sigtryggs- son, 1982). Fæðingarþungifórvax- andi frá árinu 1983 til ársins 1989 úr 1,21 kg í 1,35 kg eða um tæp 12%. Árið 1989 fæddust 10,8 lif- andi grísir í goti og 9,9 grísir voru lifandi við fráfærur árið 1989. Frjó- semi gyltanna hér á landi virðist því vel frambærileg miðað við það Pétur Sigtryggsson. 478 FREYR 12. JÚNÍ 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.