Freyr - 15.06.1990, Page 17
2. línurit.
Flokkun 1988 e-ft i r skýrsluhaldi
Flokkun -Falla: 1=1»;2=1;3=11:4=111
Á 2. línuriti er sýnd flokkun falla af grísum haustið 1988 hjá þeim svínabœndum sem eru með opinbert skýrsluhald
annars vegar og hjá þeim sem ekki hafa opinbert skýrsluhald hins vegar. Á myndinni sést glöggt að þeir svínabeendur
sem taka skýrsluhaldið alvarlega hafa náð miklu betri árangri í flokkun heldur en þeir sem ekki eru með í
skýrsluhaldinu. Bestu svínabúin er nú með um það bil 30% fallanna í stjörnuflokk. Sá árangur er athyglisverður og
sýnir að verulegir möguleikar eru á að draga úr of mikilli fitu með skýrsluhaldi og virku úrvali.
Fitumál og flokkun
Eins og áður hefur komið fram
eru íslensk svín feitlagin miðað við
þau svínakyn sem mest hafa verið
kynbætt í nágrannalöndum okkar.
Þó er mikill breytileiki í fitumagni
innan íslenska stofnsins. Vegna
þess hve arfgengi fitumagnsins er
hátt(0,5-0,6) á að vera auðvelt að
draga úr fitunni með úrvali.
Margir svínabændur hafa nú
þegar náð tökum á því að rækta
upp svín með minni fitu en áður
var. Flokkunarreglur þær sem nú
eru í gildi eiga mikinn þátt í því að
menn hafa lagt sig eftir magrari
svínum en áður.
Álykfanir
Helstu ályktanir sem hægt er að
draga af þeirri samantekt sem hér
liggur fyrir eru eftirfarandi:
1. íslenski svínastofninn er frjó-
samur og lítið að sækja í inn-
flutning til að bæta frjósemi.
2. íslenskar gyltur eru mjög end-
ingargóðar og með sterka fæt-
ur. Líklegt er að innflutningur
myndi spilla fótastyrk gyltanna
og draga úr endingu þeirra.
3. íslenska svínakjötið þykir al-
mennt bragðgott. Ef inn yrðu
fluttir stofnar sem lengi er búið
að kynbæta í átt að magrara
kjöti er hætta á að bragðgæði
kjötsins versnuðu.
4. íslenska svínakjötið þykir oft of
feitt. Fitan myndi örugglega
minnka við innflutning. Sam-
tímis er hætta á að kjötið yrði
þurrara, seigara og bragð-
minna. Mjög líklegt er að
minnka mætti fitu á kjötinu á
tiltölulega stuttum tíma með
skipulögðu úrvali innan ís-
lenska stofnsins.
5. Vaxtarhraði grísanna myndi ör-
ugglega aukast við innflutning
og þar með fóðurnýting.
Líklegt má telja að mikið mætti
auka vaxtarhraða með því að
velja skipulega til kynbóta inn-
an íslenska stofnsins.
Ábendingar
1. Koma ætti upp góðri kynbóta-
stöð fyrir svín á íslandi. Stöð
þessi gæti orðið eign svína-
bónda sem gengi til samstarfs
við leiðbeiningaþjónustu og
rannsóknamenn um kynbóta-
starfið. Kynbótastöðin yrði
undir nákvæmu heilbrigðiseft-
irliti.
2. Að stöðinni yrði keyptur sá
efniviður sem bestur væri talinn
til kynbóta í landinu við stofnun
stöðvarinnar. Þar yrði honum
fjölgað, kynbótadómar fundnir
og úrval til ásetnings miðað við
að ná sem mestum framförum í
vaxtarhraða og fituminna kjöti,
samtímis því sem forðast yrði
að skerða aðra eiginleika, svo
sem frjósemi og endingu.
3. Skýrsluhald yrði eflt hjá svína-
Frh. á bls. 485.
12. JÚNl 1990
Freyr 481