Freyr - 15.06.1990, Side 20
ýmsir aðrir fyrirvarar varðandi
takmarkanir á fjárfestingu er-
lendra aðila, sem nú eru í lögum í
EFTA-ríkjunum.
Fulltrúar EFTA-ríkjanna hafa
hins vegar lýst sig reiðubúna til
viðræðna um málið á almennum
grundvelli og skýrt var frá því að
breytingar varðandi heimildir rík-
isborgara EFTA-ríkja til verð-
bréfakaupa og annarra fjárfestinga
utan landamæra heimaríkis væru
nú til athugunar í öllum ríkjunum
og að hluta til nýlega komnar til
framkvæmda.
Erlendarfjárfestingará íslandi.
í tengslum við samningsgerð yrði
nauðsynlegt að setja nýjar reglur
með almennri löggjöf um heimildir
erlendra aðila til fjárfestingar hér-
lendis og tækju reglurnar til ýmissa
þeirra atriða, sem nú eru óljós.
Ljóst er að þær reglur, sem gilt
hafa um fjárfestingu erlendra aðila
hér á landi hafa í framkvæmdinni
verið að sljóvgast eftir því sem
fleiri göt hafa fundist á þeim. Má
þar t.d. nefna víðtæka eignaraðild
erlendra aðila í fiskeldi hérlendis
sem virðist í andstöðu við þær regl-
ur, sem gilda á öðrum sviðum.
EFTA - þjóðirnar hafa marga
fyrirvara varðandi beinar fjárfest-
ingar erlendra aðila. Af íslands
hálfu hefur verið gerður fyrirvari
varðandi erlendar fjárfestingar
sem beinast að nýtingu náttúru-
auðlinda svo sem fiskveiða, nýt-
ingu orkulinda og í fasteignum svo
sem bújörðum.
Um fjárfestingu íslenskra aðila
erlendis er það að segja, að fjár-
festing í fyrirtækjum erlendis hefur
í nokkrum tilvikum verið leyfð.
Hefur þar einkum verið um að
ræða fyrirtæki, sem hafa átt að
auðvelda útflutning á íslenskum
vörum og þjónustu. Nú starfa
1500-1600 manns í slíkum, „ís-
lenskum“ fyrirtækjum erlendis.
Hvað varðar heimildir til verð-
bréfaviðskipta milli íslands og
annarra ríkja má búast við vaxandi
þrýstingi innlendra aðila á að þær
verði rýmkaðar. Par má m.a.
nefna lífeyrissjóðina sem hafa þörf
fyrir ávöxtun fjármuna í einhverj-
um mæli óháð sveiflum í hinu ís-
lenska hagkerfi.
Heimildir:
Alþingistíðindi
Reglur EB o.fl. gögn
Til sölu
heyhleðsluvagn, 34 m3 og
súgþurrkunarblásari, H-22
og þriggja fasa mótor.
Sími 93-41258.
Orðsending til íslenskra bœnda
Við undirritaðir umboðsmenn búvéla getum boðið íslenskum bœndum eftirtaldar vélar og tœki:
Frá Kverneland: Plóga, steinatínur, herfi og sláttuvélar.
Frá Reime: Innbúnað í fjós og fjárhús, ristar, fóðrunarbúnað, loftrœsti- kerfi, áburðarbúnað og -tœki og mjaltakerfi.
Frá Ursus: Ursus er Massey Ferguson dráttarvél sem er framleidd í Póllandi.
Hafið samband, án skuldbindinga.
P/f S.A.P. Svejs, Sími 90 298 19987, Telefax 90 298 18824 Postboks 2217, Fr- 165Argir Fœreyjum.
484 Freyr
12, JÚNl 1990