Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 22

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 22
Aðalsteinn Geirsson, kennari, Bændaskólanum Hvanneyri Þarf að sulla meira í mjólkinni? Mjólk er ekki bara góð, hún er Ijúffengasd drykkur sem kemur inn fyrir varir flestra manna. Enda er þetta eini drykkurinn sem náttúran sjálf blandar sérstaklega handa dýrum. Pessi drykkur er að vísu sérbland- aður fyrir hverja dýrategund eins og best hæfir ungviði hverrar um sig, en það er jafnrétt að mjólk margra húsdýra kemur mönnum og öðrum húsdýrum en þeim sem mynda mjólkina að góðu gagni. Mjólk er heilsudrykkur sem eng- inn annar drykkur bætir upp. Pað er því allmótsagnarkennt þegar fullyrt er að sumir hlutar hennar séu óhollir. Ég er að minnsta kosti ekki farinn að trúa því enn. Og deyi ég fyrir aldur fram verður það ekki af völdum mjólk- urinnar sem ég drekk ósleitilega, nema ef í henni væru aðskotaefni af mannavöldum. Sum meðferð mjólkurinnar áður en hún telst söluhæf er ótvírætt til bóta með tilliti til heilsu neytenda eða geymsluþols mjólkurinnar, hér er t.d. átt við kælingu og ger- ilsneyðingu og fitusprengingu. Ýmis meðhöndlun mjólkurinnar er þó eða getur verið tvíeggjað sverð. Mikil kæling og hræring í langan tíma veldur því að minna af mjólkinni hleypist og meira prótín tapast í mysuna. Forhitun mjólkur ætti ekki að leyfast og er óréttlæt- anleg nema sem algert neyðarúr- ræði. Sprengd fita sest síðar til en ósprengd, en sú tilgáta er hins veg- ar uppi að minnstu fitukúlurnar í fitusprengdri mjólk séu teknar lítið meltar upp í þörmunum og geti stuðlað að æðastíflu. Vitneskja um þetta er ónóg. Pegar á allt er litið er þó talið núna að meðhöndlun sem þessi komi þeim sem drekka mjólkina til góða. Stöðlun mjólkur. Krafa um hagvöxt og tæknigeta hefur síðan hlaupið með forystu- menn í mjólkuriðnaði í gönur sums staðar í hinum vestræna heimi. Par hafa þeir tekið upp á því að staðla" (!) mjólkina með því að stilla fituprósentuna á 3,5. Öðru hverju virðist vera reynt að pranga nstöðlunarskilvindum“ inn á stjórnendur mjólkurbúa svo að hér á landi hefur þessu verið hreyft öðru hverju undanfarin ár og ein- hver undirbúningur ef til vill kom- inn af stað, en sem betur fer hafa ráðamenn ekki stigið þetta hæpna - að ég segi ekki ógæfulega - skref. Pað er mikilvægt að þeir sem ráða einbeiti sér að því að standa kyrrir og fari alls ekki af stað fyrr en eftir að allar afleiðingar þessa verknað- ar verða skýrar. Einu rökin fyrir því að staðla“ mjólkina eru þau að dýrafita sé óholl og manneldismarkmið þessa dagana er að minnka hlutfall dýrafitu í fæðunni. Aukakostur sem minna er talað um er að við stöðlunina" fá mjólkurbúin til sín töluvert af hinni dýru vöru, rjóma, við vægu verði. Rannsóknir á heilnæmi fitu hafa til skamms tíma verið að miklu leyti á vegum þeirra sem vinna neysluvörur úr j urtaolíu. Petta gef- ur alls ekki tilefni til að væna þá sem að þeim rannsóknum standa um svindl né óheiðarleika, en þetta hlýtur að takmarka víðsýni og binda hendur þeirra. Mest af hinum stóra sannleika um þessa dýrafitu" mun vera komið frá smjörlíkisiðnaði. Við leit að or- sakavöldum ýmissa hóglífissjúk- dóma hefur einnig komið í ljós að ofneysla sumra fituefna getur verið áhættuþáttur. Myndin sem niður- stöður þessara rannsókna gefa af hollustu eða óhollustu fitu er einnig bjöguð því að það er ekki verið að leita að hollum eða nauð- synlegum efnum. Á síðari árum hafa fleiri hags- munaaðilar stuðlað að rannsókn- um á fitu og er þá ekki að sökum að spyrja að tvennt nýtt kemur í ljós: Sum fituefni úr dýraríkinu eru bráðholl og að það er óralangt í að allt sem vita þarf um fituefni og hollustugildi þeirra komi i ljós. Ál- mennir sleggjudómar um óholl- ustu dýrafitu eru því rangir og ekki verður betur séð en að allar alhæf- ingar um fitu séu rangar. íslendingar verða til jafnaðar hvað elstir í heimi og eru yfirleitt vel ernir fram á elliár. Samt eru 486 Freyr 12.JÚNI 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.