Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.06.1990, Qupperneq 23

Freyr - 15.06.1990, Qupperneq 23
neysluvenjur þeirra mikið á skjön við það sem mælt er með sam- kvæmt núgildandi manneldis- markmiðum. Þetta er rökstuðningur fyrir því að ofstæki gegn dýrafitu er í meira lagi hæpið. Hér á eftir reyni ég að leiða rök að hvers vegna það er vægast sagt vafasamt að staðla“ mjólkina. Heilnæmi mjólkurfitu er alls ekki fullrannsakað en líkur benda til að sum fituefni séu hollari en önnur. Fituefni hafa ólíka eðlis- þyngd og þegar mjólk er stöðluð" losna léttustu efnin fyrst úr henni. Hvaða efni eru þetta og hvaða hollustugildi hafa þau? Það má aldrei taka neina fitu úr mjólkinni fyrr en þessari spurningu er svarað til endanlegrar og ótvíræðrar fulln- ustu. Atvikin höguðu því eitt sinn svo til að ég snæddi með hálfþrítugum Svía sem hafði aðeins smakkað „staðlaða" skandinavíska mjólk. Hann drakk af mjólkinni, stöðvaði síðan átið, fékk sér sopa smjattaði stundarkorn og kyngdi. Síðan spurði hann: Af hverju eríslenska mjólkin svona góð? Hún er miklu betri en sú sænska.“ Svarið stóð dálítið í mér en kom þó áður en máltíðinni lauk. Það var byggt á líkum og er enn: í íslensku neyslumjólkinni er um 15% meiri fita en í hinni stöðl- uðu" (um 4% í stað 3,5%). Þessi fita gerir mjólkina örlítið þykkari, gefur henni aukinn burð, fyllingu, ...; og bragðefni mjólkurinnar njóta sín betur. íslendingar drekka meiri mjólk að meðaltali en aðrir Norður- landabúar sem neyðast til að drekka staölaða“ mjólk. Þora bændur og yfirvöld mjólkuriðnað- ar að eiga það á hættu að meðal- mjólkurneysla á mann minnki? Er það verjandi frá byggðasjónar- miði? Er það verj andi frá heilnæm- issjónarmiði? Ég held ekki, er reyndar næstum alveg viss. Ég vil fá mína góðu mjólk áfram. Hverju hægt er að telja neytendur á að trúa eftir fimmtíu ár eða svo nái stöðlunin“ fram að ganga er ekki gott að segja. En súrt er til þess að hugsa, að þá man kannski enginn hvað misst hefur. Námskeið fyrir frjótœkna Fyrirhugað er að efna til námskeiðs fyrir frjótœkna í nóvember nk. ef nœg þátttaka fœst. Vœntanlegir þátttakendur gefi sig fram við Diðrik Jóhannsson, Nautastöðinni á Hvanneyri, síma 93-70020, eða Jón Viðar Jónmundsson, Búnaðarfélagi íslands, síma 91 -19200, fyrir 15. ágúst nk. Búnaðarfélag íslands VÖKVASTJÓRNLOKAR fýrir allar gerðir dráttarvéla! . LAAfDVELAFtHF SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SÍMI: 76600 12. JÚNl 1990 FREYR 487

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.