Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1990, Page 26

Freyr - 15.06.1990, Page 26
Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins Rétt líkamsbeiting — færri álagssjúkdómar ínœsta tölublöðum Freys mun égfjalla um hvernig hœgt er að beita líkamanum við vinnu þannig að hann slitni sem minnst. Álagssjúkdómar eru sjúkdómar eða óþægindi í liðum, vöðvum og beinum svo sem bakverkur, vöðvabólga, slitgigt, sinaskeiða- bólga svo eitthvað sé nefnt. Þessir sjúkdómar eru þess eðlis að þeir draga fólk ekki til dauða en þeir geta hins vegar valdið miklum óþægindum og jafnvel því að fólk verði óvinnufært fyrir aldur fram. Ein megin orsök fyrir þessum sjúkdómum er að fólk beitir sér rangt við vinnu og slítur þannig líkamanum fyrr en ella. Það reynist oft erfitt að með- höndla álagssjúkdóma og yfirleitt er ekki um fullan bata að ræða, auk þess sem meðferðin tekur iðulega langan tíma og er kostnaðarsöm. Störf sem eru þess eðlis að fólk þarf að sitja eða standa meira og minna í sömu stellingum allann daginn eru mjög lýjandi og geta með tímanum valdið slitsjúkdóm- um. Störf bænda eru yfirleitt lík- amlega og andlega fjölbreytt en mikið af störfum bænda eru þess eðlis að hætta á álagssjúkdómum er fyrir hendi ef ekki er að gætt. Látið fara vel uin ykkur! Vinna á dráttarvélum. Dráttarvélar eru mikið notaðar í landbúnaði. En eru bændur nógu vakandi fyrir því að sætin á nýjum fullkomnum vélum séu góð? Eru húsin á vélunum nægilega rúm t.d. fyrir fæturna og reka þeir stærstu höfuðið upp i þakið? Ég hef heyrt því fleygt að þegar 490 Freyr 12. JÚNf 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.