Freyr - 15.06.1990, Side 29
Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 14. júní sl. gerðist m.a. þetta:
Tryggingabæturfyrirsauðfé sem
ferstá þjóðvegum 1990.
Lagt var til að eftirfarandi trygg-
ingabætur yrðu greiddar fyrir
sauðfé sem ferst á þjóðvegum árið
1990:
kr.
1. Tvílembingur .............6.200
2. Einlembingur..................7.600
3. Veturgamalt fé ..............10.000
4. Fullorðinærtiljúníloka.....10.000
5. Fullorðinærfrá 1. ágúst.......7.300
6. 1. verðlauna hrútur..........16.500
7. Aðrir hrútar en undir
3. og6. lið...................3.600
Að loknum kjarasamningum
óskaði Stéttarsamband bænda eftir
því að Verðlagsstofnun annaðist
verðgæslu með þeim aðföngum
sem bændur nota við sína fram-
leiðslu.
Hefur stofnunin fylgst með verði
á allmörgum afðföngum og birtir
nú samanburð á verðinu á
nokkrum fóðurvörum og bygging-
arvörum eins og það var um mán-
aðamótin maí/júní sl.
Mun stofnunin birta kannanir á
fleiri vörutegundum þegar lengra
líður á sumarið.
I könnuninni kemur fram:
- Mikil verðmunur er á einstök-
um vörutegundum eftir sölu-
stöðum. Má sem dæmi nefna
að eitt tonn af fiskimjöli kostar
30.503 kr. þar sem það er
ódýrast en 52% meira eða
46.314 kr. þar sem það er
dýrast.
- Fimm lítrar af hreinsuðu fóð-
urlýsi kosta 707-936 kr. (32,4%
verðmunur).
- Eitt kg af girðingarlykkjum
kostar 230-365 kr. (58,7%
verðmunur.
Alls náði könnun Verðlags-
stofnunar til 26 sölustaða víðs veg-
ar á landinu.
Fréttatilkynning
frá Verðlagsstofnun.
12.JÚNI 1990
Hækkunin á milli ára, 10,0%, er í
samræmi við hækkun á verðlags-
grundvelli sauðfjárafurða frá 1.
júní 1989 til 1. desember 1989.
Kostnaður við mjólkurflutninga að
samlagi árið 1989.
Lagt var fram yfirlit um kostnað
við mjólkurflutninga að samlagi
árið 1989. Framleiðsluráð sam-
þykkti að leggja til við landbún-
aðaráðuneytið að jafna skuli flutn-
ingskostnaði þar sem hann fer yfir
kr. 2,40 á lítra.
Eftirfarandi samlög höfðu flutn-
ingskostnað umfram kr. 2,40 á
lítra:
Kostnaður pr. ltr.
Samlag umfram 2,40
ísafjörður................ 4,1360
Þórshöfn............... 1,4966
Egilsstaðir............... 0,1951
Neskaupstaður............. 1,0209
Höfn ..................... 0,1475
Málefni eggjaframleiðslu.
Upplýst var að birgðir eggja hafa
farið vaxandi undanfarna mánuði.
Fram kom að nokkuð er um að
seld séu egg sem framleidd eru
utan endurgreiðsluréttar. Kynnt
var bréf sem Félag eggjaframleið-
enda hefur sent landbúnaðarráðu-
neytinu þar sem lýst er áhyggjum
af þessu og óskað er aðgerða ráðu-
neytisins í málinu.
Þing Alþjóðasambands
búvöruframleiðenda í Þrándheimi
4. - 8. júní 1990.
Lagðar voru fram ályktanir og
ýmis gögn frá 29. þingi Alþjóða-
sambands búvöruframleiðenda,
IFAP, sem haldið var í Þrándheimi
dagana 4. - 8. júní sl.
Meðal fjölmargra mála sem þar
var fjallað um var staðan í samn-
ingaviðræðum Alþjóða tolla-
bandalagsins, GATT. Undirstrik-
að var hve efnahagur einstakra
ríkja væri sífellt háðari efnahag
annarra ríkja. Öryggi í fæðuöflun,
viðskipta- og skuldakjör og að-
gangur að mörkuðum fléttast sam-
an.
Lögð var áhersla á hve mikil-
vægt væri að heilbrigt efnahagslíf
skapaðist í þróunarlöndum sem
byggju oft við afar lágt verð á
afurðum sínum, t.d. kaffi og
kakói.
Fram kom að þurrkar í N.-Am-
eríku árið 1988 höfðu í för með sér
að kornbirgðir Bandaríkjanna
minnkuðu úr 204 milljón tonnum í
66 milljón tonn árið 1990, (áætl-
að).
Bent var á að bilið á milli hæfi-
legs varaforða og skorts sé mjög
þröngt. Loftslagsbreytingar geta á
skömmum tíma valdið skorti.
Vakin var athygli á að víða um
heim er hlutur kvenna í landbún-
aði mikill en þess sjást lítil merki á
ráðstefnum um landbúnað. Lagt
var til hlutur kvenna á fundum
IFAP yrði stóraukinn.
Af hálfu íslands sóttu fundinn
þeir Gísli Karlsson, Haukur Hall-
dórsson, Hörður Harðarson,
Jónas Jónsson og Óskar H. Gunn-
arsson.
Notið rétta vinnuvettlinga
í norsku búnaðarblaði rákumst við
á ráðleggingu frá lesanda þess þar
sem hann bendir á að betra en ekki
sé að brúka duglega gúmmíhanska
þegar menn handfjalli pappírs-
sekki með áburði eða fóðurbæti.
Með því fáist gott og stamt grip á
poka og minna álag verði á hand-
leggi og hendur.
Freyr 493