Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 32
B»804*hr»y1lngin 5 érgangur ItOO
Fyrsta hefti fimmta árgangs tíma-
ritsins Útvarðar er komið út.
Útgefandi er samnefnd byggða-
hreyfing, sem áður gekk undir
nafninu Samtök um jafnrétti milli
landshluta.
Auk forystugreinar formanns
Útvarðar, Hlöðvers Þ. Hlöðvers-
sonar, eru í heftinu meðal annars
18 greinar eftir jafnmarga höfunda
Útvörður
um hin margvíslegustu efni, sem
skarast meira og minna í byggða-
málaumræðu og sem undirstrikar
um hve víðfeðman og mikilvægan
málaflokk er að ræða.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á greinaflokki um kjara-
samningana í febrúar sl. og áhrif
þeirra á byggðaþróun, en hann
skrifa forystumenn aðila vinnu-
markaðarins, þeir Ásmundur Stef-
ánsson ASÍ, Árni Benediktsson
VS, Einar Oddur Kristjánsson
VSÍ, Haukur Halldórsson SB og
Ögmundur Jónasson BSRB.
Sömuleiðis er vakin athygli á
merkri grein eftir dr. Hannes
Jónsson, fyrrverandi sendiherra,
sem hann nefnir „Fórnum ekki
meiri hagsmunum fyrir minni í
EFTA/EB-samningunum um
efnahagssvæði Evrópu“, en þar er
komið víða við, og m.a. fjallað um
líkleg áhrif slíkra samninga á
byggðaþróun og sjálfstæði í land-
inu. f>á heldur Sigurður Helgason,
fyrrverandi sýslumaður, áfram að
fjalla um byggðaþróun á Norður-
löndum, en auk þess eru greinar
eftir Svein Þórarinsson, verkfræð-
ing, Egilsstöðum, Skúla G.
Johnsen, borgarlækni, Ragnar L.
Þorgrímsson, kennara, Litlulaug-
um, Önnu Ólafsdóttur Björnsson,
þingkonu, Halldór Árnason, Fisk-
mati ríkisins, Ingunni Svavarsdótt-
ur, sveitarstjóra Kópaskeri, Aðal-
geir Kristjánson, fyrrverandi
skjalavörð, Kristínu Halldórsdótt-
ur, Ferðamálaráði, og Guðjón
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóra Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Þá er í heftinu birt kvæði eftir
hinn kunna hagyrðing Hákon Að-
alsteinsson á Egilsstöðum um
komu Svíakonungs í Fljótsdalinn
og hreindýraveiðar, ásamt kvæð-
um eftir nemendur Barnaskólans á
Eiðum.
Póstfang Útvarðar er: Pósthólf
123, 700 Egilsstaðir.
Landbúnaður á Austurlandi.
Frh. afbls. 471.
unnar Norröna. Pá er löng og góð reynsla af
skógrækt á Fljótsdalshéraði innanverðu, auk
annarra ónefndra möguleika til tekjuöflunar
sem nýta má með frjóu ímyndunarafli, kjarki
og dug, eins og Aðalsteinn í Klausturseli orðar
það.
Pað er ekkert náttúrulögmál að Austurland
standi öðrum landshlutum að baki hvað at-
vinnu í dreifbýli og afkomu varðar. A síðustu
áratugum 19. aldar og fram um 1920 var
Austurland í fararbroddi í atvinnuuppbygg-
ingu og afkomu til lands og sjávar hér á landi.
Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á því, svo
sem umsvif Norðmanna og miklar hvala- og
síldargöngur sem komu af stað hringáhrifum í
öðrum greinum atvinnulífs. Við hitt ber líka að
stöðvast að um það leyti réðu Austfirðingar
meira sjálfir málum sínum en síðar varð, þegar
miðstjórnarvald lýðveldisins íslands tók málin
í sínar hendur með aðsetri í Reykjavík. Á þeim
tíma voru einnig bein tengsl og viðskipti Aust-
urlands við önnur lönd meiri en síðar varð. Er
það e.t.v. efling sjálfsforræðis Austurlands,
sem og annarra landshluta, sem öðru fremur
yrði til að bæta hag þeirra?
M.E.
496 Freyr
12. JÚNl 1990