Freyr - 15.04.1991, Page 10
322 FREYR
8.’91
Úr kerskála í Hólalaxi hf. Pétur Brynjólfsson framkvœmdastjóri hugar að eldisbleikjunni. Freysmyndir J.J.D.
Áhugi á bleikjueldi vaxandi
Þar hafa skipst á skin og skúrir.
Litiðinn íHólalax hf.
„Bleikjueldi erbúgreirt sem vonir standa til að stunda megi á bœndabýlum víða um iand“
segir í ályktun síðasta Búnaðarþings um kynbœtur á bleikju.
Nýlega hefur landbúnaðarráðu-
neytið afráðið að auka rannsókn-
arstarf og hefja kynbætur á bleikju.
Þar er gert ráð fyrir að miðstöð
þeirrar starfssemi verði að Hólum í
Hjaltadal.
Áformað er að Hólaskóli, Hóla-
lax hf. Veiðimálastofnun og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
standi saman að starfssemi kyn-
bótastöðvarinnar. Nú þegar er í
gangi rannsókn á mismunandi eðl-
iskostum nokkurra bleikjustofna
sem sóttir voru í eins ólíkar um-
hverfisaðstæður og hægt var. Út-
koma úr því verkefni mun gefa
vísbendingar um hvaða stofn eða
stofnar sýna yfirburði í eldi og
þangað verður sóttur grunnur und-
ir kynbótastarf framtíðarinnar.
Nýlega stofnað fagráð bleikju-
framleiðenda mun væntanlega
stuðla að aukinni samvinnu á þessu
sviði. Mikilvægt er að ekki gleym-
ist að vanda vöruna og tryggja að
hún seljist eða eins og það heitir á
stofnanamáli um þessar mundir
„að byggja upp vöruþróun og
markaðssetningu.“
Fiskeldisstöðin Hólalax hf. var
stofnuð sem liður í endurreisn
Hólastaðar um og fyrir 1980. Hóla-
nefnd, sem skyldi hafa forgöngu
um uppbyggingu og framtíðarskip-
an á staðnum, var sett á fót árið
1978. Á sama tíma voru lögð drög
að stofnun Hitaveitu Hjaltadals og
sjálfrennandi heitt vatn sótt að
Reykjum.
Síðastliðið sumar heimsótti
fréttamaður Freys eldisstöð Hóla-
lax hf. og hitti að máli Pétur
Brynjólfsson, framkvæmdastjóra