Freyr - 15.04.1991, Qupperneq 12
324 FREYR
8.’91
hverjar voru gangsettar á
forsendum góðærisins 1986, fullar
af seiðum sem ekki var hægt að
selja. Pær þurftu á stuttum tíma að
fara út í matfiskeldi sem þær voru
ekki undirbúnar til.
Þetta var neyðarráðstöfun?
Þetta var neyðarráðstöfun sem
enginn átti von á að fara þyrfti út í.
Það er kannski mesti vandinn í
matfiskeldinu nú að menn fóru út í
það óundirbúnir, í stóru stökki, án
þess að kunna það, án þess að vilja
það og án þess að geta það.
Hvernig gengur reksturinn
núna?
Tæknilega gengur hér allt mjög
vel, en við höfum orðið fyrir stór-
kostlegu tjóni vegna gjaldþrota og
erfiðleika matfiskeldisfyrirtækj-
anna. Það er á núvirði talið í tugum
milljóna sem Hólalax hefur þannig
tapað eða á útistandandi.
Kerskálinn.
Eldistankarnir í kerskála Hóla-
lax hf. voru smíðaðir fyrst og húsið
síðan reist yfir þá. Þetta var hugsað
mjög skemmtilega, segir Pétur.
Tankarnir eru fimm og notast sem
burðarvirki sem heldur húsinu
saman og uppi. Hver um sig tekur
Frumfóðrunarlína í seiðaskála Hóla-
lax hf.
um 125 rúmmetra vatns og nýtast
nú undir stórseiðaeldi og vaxandi
matfiskeldi á bleikju.
Starfslið
Hjá Hólalaxi hf. eru fjórir starfs-
menn, þrír fiskeldisfræðingar,
tveir þeirra menntaðir hér á
Hólum og brautskráðir héðan frá
Hólaskóla, þeir Pétur Sverrisson
og Olafur E. Guðmundsson. Einar
Svavarsson er eldisstjóri hjá fyrir-
tækinu, en hann stundaði fram-
haldsnám í fiskeldi og tók M.Sc.
gráðu í þeim fræðum við
Hálskólann í Stirling f Skotlandi
árið 1988. Hann skipuleggur og sér
um þau rannsóknaverkefni sem
unnin eru hér af okkur eða í sam-
vinnu við aðra eins og komið er
fram hér að framan. Einar og Ólaf-
ur hafa einnig annast verklega og
bóklega kennslu við fiskeldisbraut
Bændaskólans á Hólum. Pétur
Brynjólfsson er byggingameistari
að mennt og tók við framkvæmda-
stjórn hjá Hólalaxi hf. árið 1989.
Hann hafði þá þegar mikla reynslu
af því að vinna við lax og silung og
af samskiptum við veiðifélög og
almenn stangveiðifélög, og er vel
kunnugur þeim málum á Norður-
landi. Verkefni hans er að móta, í
samráði við stjórn fyrirtækisins og
eldisstjóra, framleiðslustefnu og
starfið á staðnum. Einnig heyrir
undir hann sölustarf allt svo og
fjárhagslegur rekstur og tengsl vjð
eigendur stöðvarinnar.
Við höfum minnkað framleiðslu
laxaseiða fyrir matfiskeldi en reyn-
um að efla og vanda þjónustuna
við veiðifélögin. Vejðifélögin fá
mikla ráðgjöf og leiðbeiningar hjá
útibúi Veiðimálastofnunar hér á
Hólum og við leggjum metnað
okkar í að uppfylla þeirra óskir
eins og hægt er þvj veiðifélögin eru
okkar traustustu viðskiptavipir.
Það er fyrirsjáanlegur samdráttur í
framleiðslu og eftirspurn laxaseiða
fyrir matfiskeldi en hins vegar
skoðum við alla hugsanlega kosti
bleikjueldis sem valmöguleika fyr-
ir litlar eldisstöðvar og jafnvel sem
aukabúgrein á bændabýlum-
Mín fyrsta raunhæfa reynsla af
fiskeldi var að prófa bleikjueldi og
hvað hægt væri að gera við frum-
stæðar og einfaldar aðstæður, og
ég Stofnaði með öðrum lítið fyrir-
tæki vestur á Blönduósi fyrir
nokkrum árurn. Það gengur enn og
framleiðir gæðaþleikju með litlum
tilkostnaðj fyrir matvörubúðir og
Hólalax í Hjaltadal.
Frh. á bls. 333.