Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1991, Page 19

Freyr - 15.04.1991, Page 19
8.'91 FREYR 331 kostnaður, hjaðnandi verðbólga og ótvíræður hagur af sameiningu deildanna. Áætlanir fyrir árið 1991 benda til þess að einhver rekstrar- hagnaður verði og að því er stefnt. Sigurður Árni sagði að til þess þyrftu þeir að skila enn betri ár- angri í sölu og hagræðingu. Spurningu um hvort véladeildin hefði útvegað sér einhver ný um- boð svaraði Þorgeir Ö. Elíasson, deildarstjóri, að þeir véladeildar- menn sæktust ekki svo mjög eftir því að svo stöddu. Þeir vildu ná betri tökum á því sem þeir væru að glíma við og þá ekki síst að bæta viðgerða- og varahlutaþjónustu og gera hagkvæmari innkaup. Þungavinnuvélar frá Furukawa Sigurður og Þorgeir sögðu þó að Jötunn væri kominn í viðskipti við japanska stórfyrirtækið Furukawa, en það framleiðir m.a. þunga- vinnuvélar. Furukawa keypti fyrir- tækið Dresser sem yfirtók International Harvester á sínum tíma. Framleiðir Furukawa að sögn fjölbreyttar vinnuvélar á góðu verði. Betri þjónusta við viðskiptavini Þeir félagar sögðu að það hefði gerst í fyrra að símakerfi Jötuns hefði „hrunið“ vegna mikils álags þegar allt að þrjú þúsund símtöl bárust á dag. Það sögðu þeir að kæmi alls ekki fyrir aftur, því nú hefði varahlutadeildin fengið sérstakt skiptiborð og mann til að sinna því. Ennfremur hefur mönn- um verið fjölgað í varahlutaversl- uninni, sem geta tekið við pöntun- um. Mikið hefur verið unnið að því að bæta þjónustu við viðskiptavini. Varahlutabirgðir hafa verið endur- skoðaðar, nýrra leiða hefur verið leitað til þess að afla varahluta fljótt, meðal annars með hrað- Vélar, tilbúnar til afhendingar. Massey Ferguson dráttarvélin er sem fyrr flaggskip véladeildarinnar.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.