Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1991, Page 21

Freyr - 15.04.1991, Page 21
8.’91 FREYR 333 Viðitrkenningarskjöldur frá jap- anska stórfyrirtœkinu Isuzu■ gerðarmanna og samræma þjón- ustuna. Þeir sem hefur verið samið við eru: BTB í Borgarnesi, Vélsmiðj- an Klöpp á Borðeyri, Vélsmiðja Húnvetninga á Blönduósi, Kaup- félag Skagfirðinga á Sauðárkróki, Þórshamar á Akureyri, Vélar og Raf, Þórshöfn, Kaupfélag Héraðs- búa, Egilsstöðum, Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn, Kaupfélag Árnesinga á Selfossi og Kirkjubæj- arklaustri, Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli. Vélaverkstæði Sigurð- ar Skarphéðinssonar í Mosfellsbæ mun sjá um þjónustu fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslusvæðið, auk höfuðborgarinnar, á landbúnaðar- tækjum og MF-landbúnaðar- og iðnaðarvélum. Eftir er að semja við fleiri aðila úti um land, en ætlunin er að engir þurfi að sækja þessa þjónustu um langan veg. Véladeild Jötuns býr til notkun- ar á Vélaverkstæði Samskipa við Holtabakka í Reykjavík vélar sem fyrirtækið flytur inn og er að því mikið hagræði. Hópur norskraþjónustumanha frá Alfa Lavalíheimsókn áíslandi. Myndin er tekin í heimsókn á Hvanneyri. Bandarískir bílar á ný Síðustu ár hafa bandarískir bílar selst dræmt hérlendis í samkeppni við ódýrari bfla. Nú hefur Jötunn náð hagstæðum samningum við General Motors og flytur á næst- unni inn tvo bandaríska eðalvagna frá GM. Það eru Chevrolet Corsica og Pontiac Grand Prix Le Sedan. Kostar Corsican 1.375.000 kr. eða svipað og meðaldýr japanskur fólksbíll. J.J.D. Áhugi á beikjueldi fer vaxandi. Frh. afbls. 324. hótel í nágrenninu. Af þeirri reynslu sést að unnt er að fram- leiða hana í sölustærð án þess að hafa heitt vatn. Það byggist á því að menn viti hvernig hægt sé að nýta lindarvatnið okkar því það er oftast öruggt yfir veturinn. Góður kostur er að hægt sé einnig að ná í yfirborðsvatn yfir sumarið, því það eykur framleiðslumöguleikana. Þannig staðir eru tvímælalaust allr- ar athygli verðir þar sem þeir eru nálægt byggðum bólum og ef þar er fólk sem hefur áhuga á að verja frítíma sínum til að sinna fiskeldi. Haf a bœndur sýnt þessu bleikjuverkefni áhuga? Kannski ótrúlega lítið. En það er eitt nýtt í þessu sem er að gerast, bæði með bleikju og urriða. Þeir sem eru með ferðaþjónustu, þurfa að sjá gestum sínum fyrir dægra- dvöl. Þá getur verið handhægt að koma sér upp litlum tjörnum sem vatni er hleypt í á sumrin, þær væru kannski einn til tveir hektarar. Síð- an er keyptur í þær eldisfiskur, bieikjur eða urriði, 500 gr. eða stærri, frá eldisstöð eins og okkar. Jafnvel smærri fiskur, td. 300 til 500 gramma sjóbirtingur, kemur að sömu notum og það þarf ekki marga fiska í svona tjörn til þess að bjóða fólki upp á að veiða í ef veðrið er gott, fyrir nokkur hundr- uð krónur. Og allir eru ánægðir ef þeir geta svo sest niður með smá- fólkinu og grillað veiðina í lokin. Það þarf ekki endilega lax í þessar tjarnir. Það er nóg að það sé ódýr- ari fiskur sem ekki þarf að kosta mikið. Síðan er hægt að tæma þess- ar tjarnir á haustin og hvort heldur að slátra fiskinum sem eftir er og koma honum í verð eða fóðra hann fram á haust og geyma síðan til næsta suntars. Þetta er nýr mark- aður sem er allrar athygli verður, sagði Pétur Brynjólfsson. J.J.D

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.