Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1991, Page 22

Freyr - 15.04.1991, Page 22
334 FREYR 8.’91 Betra fyrir bakið Norðmenn taka 40 kg áburðarpoka í notkun Algengustu áburðartegundir frá Norsk Hydro verða frá 1. júlí afgreiddar í 40 kílógramma pokum í stað 50 kg áður. í frétt í Norsk landbruk segir að margir hefðu heldur viljað 25 kg poka, en það hafi reynst of dýrt. Með nýju pokunum verður áburð- artonnið 200-300 kr dýrara en ella. Lestun áburðardreifara er púl og það reynir mjög á bakvöðva að lyfta áburðarpokum upp á barm á dreifaraskál. Því er nauðsynlegt að hafa vinnuaðstöðu sem haganleg- asta og að geta stillt efri brún dreif- araskálar í 60 til 80 cm hæð frá jörðu. Best er ef maður getur lyft sekk frá áburðarbretti í dreifaraskál uppréttur. I bæklingi frá norskum vinnu- rannsóknum (Arbeidsbelastning og sikkerhet ved kunstgjödsel handtering nr 25/90) segir að 50 kg áburðarpokar séu of þungir til að hafa á höndum og of mikil bak- raun. Norsk Hydro valdi 40 kg poka vegna þess að þeir gátu það án þess að þurfa að kaupa nýjar pökkunar- vélar segir í grein í Norsk land- bruk. Nýju sekkjunum er hlaðið á bretti sem eru 100x120 cm að utan- máli. Fimm pokar eru í hverju lagi og fimm lög á hverju bretti sem þá vegur 1000 kg. Freyr hafði samband við Runólf Þórðarson verksmiðjustjóra hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og innti hann eftir hvort þeir hygðust breyta pokastærðum. Runólfur sagði svo ekki vera, en hinsvegar hefðu þeir í verksmiðjunni oft velt því fyrir sér á báða vegu: að minnka eða stækka áburðarpok- ana (stórsekkir). Af því hefði ekki orðið, m.a. vegna kostnaðar, enda hefði engin ósk borist frá bænda- samtökunum um það efni. Ekki er að efa að rnargir yrðu því þó fegnir hér ef áburðarpokarnir væru 10 kg léttari en nú er, og væri fróðlegt að fá álit manna um það J.J.D. Best er efmaður getur lyft sekk frá áburðarbretti i dreifaraskál uppréttur.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.