Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1991, Side 27

Freyr - 15.04.1991, Side 27
•TTE>T fréttapunktar V—/ -A. i- '91 • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • ER MJÓLK URFITAN MEINHOLL? - Hálfur lítri af mjólk á dag dregur áttfalt úr líkum á hjartaáfalli og smjör á brauðið helmingar líkurnar. Nýleg rannsókn Breskra vísindamanna gæti kollvarpað kenningum læknisfræðinnar um heilbrigði og hollt mataræði en niðurstöður hennar ganga í berhögg við allar viðteknar hugmyndir um orsakir hjarta- og æðasjúkdóma. R^annsóknin er sú stærsta sem breska rann- sóknaráðið í læknavísindum(Medical Research Council) hefur látið gera á hjartasjúkdómum þar í landi og leiddi hún óvænt í ljós að mjólkur- og smjömeysla virðist fyrirbyggjahjartaáfall. Rannsóknin felur í sér langthnasamanburð á mataræði fólks og dánarorsök en fylgst var með 5000 manns í tíu ár. Ef marka má niðurstöðurnar fá þeir sem nota smjör en ekki jurtasmjörlíki á brauðið helmingi sjaldnar hjartaáfall og þeir sem drekka dag hvem hálfan lítra af mjólk eða meira átta sinnum sjaldnar en þeir sem drekka litla eða enga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ein- dregið til þess að orsakasamhengi hjarta- og æðasjúkdóma sé mun flóknara en menn hafa ætlaðtil þessa. Þær staðfestaeldri niðurstöður að náið samband sé á milli kólestróls og hjarta- og æðasjúkdóma. A hinn bóginn leiddi hún ekki ljós meint orsakasamhengi á milli fituneyslu og áhættu á hjartaáfalli, en neysla á harðri dýrafitu hefur sem kunnugt er verið talin gegna lykilhlutverki í myndun hjarta- og æðasjúkdóma. Hátt hlutfall kólestróls í blóði hefur m.ö.o. skaðleg áhrif en tengsl þessa hlutfalls og smjör- og mjólkumeyslu virðist vera með allt öðrum hætti en predikað hefur verið undanfarin 20 ár. Þá vakti verulega athygli að blóðstorkuefnið fíbrinógen virðist vera jafnmikill ef ekki meiri skaðvaldur en kólestrólið í flóknu ferli hjartasjúkdóma. S I öllu því írafári sem rannsóknin olli í Bret- landi kom í ljós að hún er ekki sú fyrsta sem bendir til þess að viðteknar hugmyndir um hollt mataræði eigi ekki við nægileg rök að styðjast. Breska dagblaðið The Times segir frá því að þessi rannsókn beri í grundvallaratriðum að sama brunni og sjö stærstu hjartarannsóknir síðustu 15 ára. I fimm þeirra hafi aðeins tekist að sýna fram á veikt orsakasamhengi á milli fituneysluoghjartasjúkdómaogítveimurþeirra hafi niðurstöðurnar bent til hins gagnstæða. Augljóslega verða rannsóknir að leiða af sér mun afdráttarlausari niðurstöður ef rekja á stóraukna dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma til neyslubreytinga á þessari öld. Breska rannsóknarráðið hefur lagt mikla áherslu á að enn sé eftir að reka smiðshöggið á rannsóknina og hvetur almenning til þess að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Búið er að ganga frá flestum hlutum rannsóknarinnar en suma þætti hennar á eftir að staðfesta endanlega, þ.ám. þá sem lúta að smjör- og mjólkurneyslu. Það verður því spennandi að fylgjast með lokaúrvinnslu rannsóknarinnaren á þessu stigi málsins hníga flest rök í þá veru að viðteknarhugmyndir um hollt mataræði standi höllum fæti. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins • Bændahöllinni við Hagatorg • 107 RVK • sími 20025/620025 • Fax 628290

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.