Freyr - 15.04.1991, Side 30
342 FREYR
8.’91
Tafla 2. Yfirlit yfir fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu, óbyrgð
Framleiðnisjóðsogtilfœrsluráframleiðsluréttiámilliverðlags-
ára á tímabilinu 88/89-90/91, þúsund lítrar.
Verðlagsár 88/89 89/90 90/91
Upphaflegurréttur 106.000 107.000 107.000
Leiga/uppkaup Framleiðnisjóðs . (-2.780) (-3.155) (-3.110)
Virkur réttur til framleiðslu
eftir aðgerðir Framl.sj 103.219 103.844 103.889
Notað á fyrra ári af rétti þessa árs (-2.121) (-1.740) (-2.526)
Mismunur 101.097 102.103 101.362
Flutturrétturfrásíðastaári . . . . 0 1.529 1.724
Notaðaf næstaári á núg. vl. ár . . 1.740 2.526 ?
Ónotaður réttur færður á næsta ár (-1.529) (-1.724) ?
Greittfyrirónotaðan rétt Millifært milli samlaga Virkur réttur til framleiðslu (-1.465) 0 (-811) 0
eftir tilfærslur 99.843 104.434 103.087
Framieiðsla 100.670 104.560
Umframmjólk 827 125
Framleiðsla frá september
t.o.m. febrúar Itr 46.412 45.940 49.324
Mismunurámilli verðlagsára. . . Nýting af virkum rétti ltr (-472) 3.383
frásept.-feb % 46,5 44,0 47,8
Birgðir mjólkur í upphafi
verðlagsárs Birgðir mjólkur við Iok kg 19.670 14.887 19.386
verðlagsárs Birgðabreyting kg 14.887 19.386
lækkun/(hækkun) kg 4.783 (-4.499)
gjald, eða m.ö.o verðskerðing hef-
ur verið minni. Petta hefur verið
afar gleðileg þróun. því að eins og
þekkt er þá er heimilt að taka
framleiðendagjald af þeim fram-
leiðendum sem framleitt hafa þá
mjólk sem flutt er út án ábyrgðar
ríicissjóðs. Gjaldið má að hámarki
nema grundvallarverði mjólkur á
hverjum tíma. Sé dæmi tekið má
nefna að ef fluttar eru út 3 milljónir
lítra án verðábyrgðar ríkissjóðs, þá
er heimilt að innheimta fram-
leiðslugjald af framleiðendum er
næmi u.þ.b. 150 milljónum kr.
Auk þess gætu mjókurbúin tapað
mismuni á vinnslu- og dreifingar-
kostnaði og skilaverði, sem hefur
verið afar lágt undanfarið.
Fullvirðisrétturtilframleiðslu
mjólkur á yfirstandandi
verðlagsári
Eins og fram kemur í töflu 2 er
upphaflegur fullvirðisréttur til
framleiðslu mjólkur á yfirstand-
andi verðlagsári 107 milljónir lítra.
Um 3,1 milljón lítra eru í ábyrgð
Framleiðnisjóðs og um 2,5 milljón-
ir lítra af rétti yfirstandandi verð-
lagsárs voru nýttir á síðasta verð-
lagsári 1989/90.
Þeir þættir sem óráðnir eru, og
hafa áhrif á endanlegan fullvirðis-
rétt, eru m.a. hluti fullvirðisréttar
næsta árs, þ.e. 1991/92, sem nýttur
verður á þessu ári, en einungis
verður nú leyfilegt að nýta 5 % af
rétti þess árs á yfirstandandi verð-
lagsári, í stað 15% eins og heimilt
var. Það verður því leyfður minni
tilflutningur á milli verðlagsára en
var á verðlagsárinu 1989/90.
Einnig er rétt að nefna að ekki
verður greitt fyrir ónotaðan rétt á
yfirstandandi verðlagsári.
Þó svo að allir þeir þættir sem
hafa áhrif á endanlegan fram-
leiðslurétt séu ekki þekktir í dag,
þá er ekki fjarri lagi að áætla að
endanlegur fullvirðisréttur til
mjólkurframleiðslu verði u.þ.b.
103,5 milljónir lítra, eða um 1
milljón lítrum minni enn á síðasta
verðlagsári.
Horfur ísölu
I töflu 1 kom fram að árleg um-
reiknuð innanlandssala mjólkuraf-
urða á tímabilinu 86/87—89/90 nam
u.þ.b. 100-102,5 milljónum lítra
m.v. fitugrunn.
Ekki er að vænta mikilla breyt-
inga í sölu mjólkurafurða innan-
lands á yfirstandandi verðlagsári
og því líklegt að hún nemi u.þ.b.
100 milljónum lítra mjólkur.
Framleiðsla, framleiðsluhorfur
og birgðastaða
Eins og fram kom í töflu 2 var
framleiðsla mjólkur á tímabilinu
september 1990 til og með febrúar
1991, 49.324 þús. lítrar á móti
45.940 þús. lítrum á sama tímabili
síðasta verðlagsárs. Framleiðslu-
aukningin nemur því ca. 3.383 þús.
lítrum á sama tímabili og það þegar
vænta má að endanlegur réttur til
framleiðslu minnki um ca. 1
milljón lítra.
Á tímabilinu september 1990 til
og með febrúar 1991 hafa því verið
nýtt u.þ.b. 48 % af fullvirðisréttin-
um, á móti ca. 44 % á sama tíma-
bili síðasta verðlagsárs. Fram-
leiðsla mjólkur það sem af er verð-
lagsárinu hefur því verið mikil og