Freyr - 15.04.1991, Síða 31
8.’91
FREYR 343
Tafla 3. Birgðir í upphafi verðlagsárs, birgðir um áramót og
birgðabreyting á tímabilinu sept.-des. í þús. lítra.
89/90 90/91
Birgðirmjólkurl/9 14.887 19.386
Birgðirmjólkur31/12 13.075 18.702
Birgðabreyting frá byrjun verðlags- árs til áramóta 1.811 683
sést það glöggt ef litið er á stöðu
birgða í upphafi verðlagsárs og
birgðabreytingu til áramóta (sjá
töflu 3).
Af töflu 3 sést að á yfirstandandi
verðlagsári var gengið á birgðir
sem nemur aðeins ca. 700 þúsund
lítrum á móti 1.800 þús. lítrum á
síðasta verðlagsári (89/90) frá upp-
hafi verðlagsárs til áramóta.
Af framansögðu má það vera
ljóst að nauðsyn er á framleiðsla
mjólkur dragist hlutfallslega sam-
an á vor- og sumarmánuðum til
þess að umframmjólk verði sem
minnst og staða birgða í lok verð-
lagsársins verði sem hagkvæmust.
Að öllu óbreyttu ef framleiðsla
mjólkur verður með sama htti og
verið hefur til þessa á verðlagsár-
inu þá gæti framleiðslan orðið á
bilinu 105-107 milljónir lítra sem
leiddi til þess að umframmjólk gæti
numið 1,5-3,5 milljónum lítra.
Þessi umframmjólk gæti kostað
viðkomandi framleiðendur allt að
175 milljónir kr. Rétt er að hvetja
framleiðendur til að gera nú þegar
ráðstafanir svo að koma megi í veg
fyrir þann kostnað sem fylgir um-
frammjólk, fyrir alla aðila.
Jóhann Guðmundsson er deildarstjóri í
landbúnaðrráðuneytinu og Pálmi Vil-
hjálmsson er starfsmaður Samtaka af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði.
Skorið þjóðarböl.
Frh. afbls. 345.
En óþarfi ætti að vera að hafa
áhyggjur af því enda benti okkar
áskæri forsætisráðherra á það á
nýliðnum eldhúsdegi að ferða-
mannaþjónusta ætti hér bjarta
framtíð fyrir sér vegna okkar
hreina og ómengaða lands, þar
sem mætti meira að segja þamba
vatn úr krönum án áhættu. Svo
ómengað meira að segja, að nokk-
ur álver hér og þar ættu alls ekki að
koma að sök, sagði hann líka, og
tekur þar undir hjartans mál Jón-
anna beggja, fyrrverandi kúasmala
í Ögri.
Þeir Frikki Sóf. og Geir Harði
voru líka með frumvarp á Alþingi
um að afnema forkaupsrétt sveit-
arfélaganna á jörðum og þó að það
fengi ekki byr nú, má gera ráð fyrir
að því vegni betur á næsta þingi.
Það eru því blessunarlega miklar
líkur á því fyrir þá fjárbændur sem
þurfa að hætta - a.m.k. þegar við
erum komin inn fyrir hið „Gullna
hlið EBE“ og „frjálst fjármangs-
streymi“ hjalar oss við eyru eins og
bunulækur á vordegi, að þeir geti
selt mengurnarþreyttum erlendum
peningamönnum dali sína og fjöll,
ár og hveri, fjörur og útnes og
gengið með „fullri reisn“ til starfa í
næsta álveri. Þetta ættu þeir bænd-
ur að hugleiða sem nú hafa allt á
hornum sér vegna hinna nýstár-
legu og djarfmannlegu úrræða
Sjömannanefndar og bændafor-
ustu til að kúga hið margumrædda
þjóðarböl.
Eins og ljóst má vera fáum við
sem enn höfum borð fyrir báru þó
að til flats niðurskurðar komi, eða
höfum safnað í kvótakaupasjóði,
brátt aukið svigrúm til að stækka
og hagræða á okkar búum og auka
þar með framleiðnina.
Hér í hreppi er eingöngu búið
með sauðfé og komi til verulegrar
flatrar skerðingar standa vonir til
að innan fárra ára kembi ekki aðrir
hærurnar við búskap hér en við Jón
á Laugabóli er mestan höfum
kvótann hér í sýslu.
En við erum sinn á hvorum enda
nær 60 km sveitar og þó að ná-
grannar séu oft til ama og fyrir
manni og kannski ekki svo mikil
eftirsjá að þeim, vefst fyrir mér að
finna framleiðniaukninguna eða
hagræðið við að smala einn 30 km á
móti honum Jóni mínum, auk tak-
markalítils fjallageims að baki nú-
verandi byggðar og að auki mest-
alla Snæfjallaströnd.
En úr því hagfræðingarnir segja
að þetta byggðamynstur sé til bóta
hlýt ég að trúa. Nú, bæjarráp leggst
auðvitað af, sem er kostur, svo og
félagsmálastúss, enda verðum við
annað hvort lögð undir Hólmavík
eða ísafjörð.
Þetta er spennandi tímar sem við
sveitafólkið lifum nú, Matthías
minn, og mörg tilefni framundan
til að gera sér glaðan dag.
Því vil ég þakka okkar ágæta
Stéttarsambandsformanni fyrir að
hafa lagt á sig allar þessar löngu og
ströngu fundarsetur, líklega ekk-
ert of vel borgaðar, til þess að unnt
mætti verða að grisja þjóðarbölið
og gera óþörfum stéttarbræðrum
kleift að hætta þessu meiningar-
lausa hokri og snúa þeim að þjóð-
nýtari starfa.
Við slík viðfangsefni er betra að
hafa bein í nefinu og því mega
lokaorð mín hér allt eins vera þau
er mér urðu fyrst af munni að
lokinni kynningu á Sjömanna-
nefndartillögunum í sjónvarpi 19.
febr. sl.
Haukttr er mikið hörkutól
um hugdeigð naumast vœndur.
Ætlar sér fyrir önnur jól
að afliausa þúsund bœndur.
Sæll að sinni.