Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 44

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 44
356 FREYR 8.’91 Aðsópsmikill loftrœningi Sérrit Veiöistjóraembættisins nr. 1. Varpstofn sílamáfs og tilraunir á máfum á Suðvesturlandi árið 1990 Páll Hersteinsson Arnór Þ. Sigfússon Þorvaldur Björnsson Margir telja að sílamáfar séu orðnir helst til fyrirferðarmiklir sumstaðar við sunnanverðan Faxa- flóa og e.t.v. víðar hér á landi. Álitið er að þessi fugl hafi farið að verpa hér á landi fyrir rúmum 60 árum. Síðan hefur honum fjölgað ört og nú er svo komið að sílamáf- urinn er allra máfa algengastur í Gullbringu- og Kjósasýslu frá út- mánuðum og fram á haust en þá fer hann af landi brott, því hann er farfugl. I þéttbýlinu suðvestanlands, þar sem er mikil matvælaframleiðsla og margar vinnslustöðvar, stendur mönnum stuggur af hugsanlegri sýkingarhættu af máfum sem sækja æti á sorphauga, við mynni skolplagna og við fiskvinnslu- stöðvar. Menn kvarta einnig yfir ágengni sflamáfa í bæjunum við Faxaflóa. Dæmi eru um að þessir snöru loftræningjar hafi stolið mat- vælum fólks og jafnvel dýrindis steikum sem þeir hafa hrifsað af óvörðum steikarristum úti við. Máfar geta einnig valdið slysum á flugvöllum og í nágrenni þeirra vegna árekstra við flugvélar. Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undan- farin tvö ár gert ráðstafanir til þess að fækka máfum m.a. með til- raunaveiðum á Miðnesheiði og rannsóknum á varpstofni sflamáfs á Suðvesturlandi. í sérriti veiðistjóraembættisins nr. 1 sem ber heitið „Varpstofn sflamáfs og tilraunaveiðar á máfum á Suðvesturlandi árið 1990“ er greint frá árangri og nið- urstöðum verkefnisins. Höfund- arnir sem allir eru starfsmenn veiðistjóraembættisins hafa kann- að stofnstærð og hátterni sflamáfs á fyrrgreindu svæði og hafa fundið margt fróðlegt. I ritinu segja þeir frá þeim að- ferðum sem þeir beita til að kanna stofnstærð og útbreiðslu á varpi, aðferðum við tilraunaveiðar og beitingu sn. hermilíkans. Athuganir þeirra leiða í ljós að varppör sflamáfs á Suðvesturlandi eru langflest i Gullbringusýslu eða Frh. á bls. 351. BÆNDASKÓLINN HOLUM í HJALTADAL HÓLASKÓLI AUGLÝSIR Brautaskipt búnaðarnám 1991-1992 Búfræði Valbrautir: Almenn búfjárrækt. Hrossarækt. Fiskeldi og nýting veiðivatna Valbrautir: Fiskrækt. Vatnanýting. Valgreinar m.a.: Skógrækt - heimilisfræði - loð- dýrarækt - sportveiði - sérhæfð tölvufræði. Góð heimavist - fjölbreytt nám. Takmarkaður nem- endafjöldi. Stúdentar sem ætla í stytt búfræðinám næsta skólaár hafi samband við skólann sem allra fyrst. Umsóknarfrestur um 2ja ára búnaðarnám er til 10. júní nk. Skólastjóri sími 95-35961 og 95-35962.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.