Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1992, Side 10

Freyr - 01.01.1992, Side 10
Samningur alifugla- framleiðenda og Norsk Fjörfeavlslag um inn- flutningtil íslands í norska tímaritinu Bondevennen er sagt frá því að Norsk Fjörfeavlslag hafi gert samning við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda á Is- landi um útflutning á sn. foreldradýrum af bæði varphænsna- og holdakjúklingastofnum til Islands. Greint var nokkuð frá aðdraganda þessa máls í 10. tbl. Freys 1991. Samningurinn hljóðar upp á að Norðmenn selji íslenskum alifuglaframleiðendum í þessu skyni ár- lega um 20 000 egg af varphænsnastofni og 50 000 egg vegna framleiðslu á holdakjúklingum. Fram- kvæmdastjóri í Norsk Fjörfeavlslag, Einar J. Ein- arsson, segist vera mjög ánægður með þennan fyrsta útflutningssamning sem norsku samtökin hafa gert um útvegun á foreldradýrum. Þetta sé langtímasamningur sem tryggi Islendingum hinar sömu og miklu framfarir í kynbótum, sem orðið hafa í norskri alifuglarækt. Kýrnar skíta ekki á stéttina Eg kom að Tunguhálsi í Skagafirði í haust og fylgdist með morgunmjöltum. Eftir þær leysti Líney, 12 ára dóttir hjóna, kýrnar út, rúmlega 20 að tölu. Hún leysti eina í einu og fylgdi henni út að dyrum, áður en hún leysti þá næstu. Það þóttu mér sérkennilegar aðfarir. Mér sýndist þetta seinlegt, en það er ekki víst, að svo hafi reynst, því að fyrir vikið gengu kýrnar greiðlega á leið í haga. Það sem vinnst er að kýrnar skíta ekki að leiðinni út og óhreinka því ekki stéttir og veggi. Þórey húsfreyja sagði mér, að vel mætti venja hund á að fylgja kúnum út. Danir byggja upp í Póllandi Alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki, Danagro Adviser A/S að nafni, sem dönsku bændasamtökin reka, er í fararbroddi í stórbrotinni áætlun um að reisa við pólskan landbúnað. Evrópubandalagið hefur útnefnt þetta danska fyrirtæki, ásamt með sex öðrum evrópskum ráð- gjafarfyrirtækum, til að stjórna nýsköpun allrar atvinnu- og viðskiptastarfsemi sem rekin er með samvinnusniði í pólskum landbúnaði, en hann var áður ríkisrekinn. Ætlunin er að stofna 12 svæðisstöðvar víðsvegar um Pólland. Þar eiga bændur að læra að skipu- leggja og reka fyritæki með vinnusniði. Svæðis- stöðvarnar eiga á tveimur árum að aðstoða helm- inginn af 5000 samvinnufyrirtækjum Póllands við að breyta sér í lýðræðisleg og markaðssækin sam- vinnufélög. Stór þáttur í þessari breytingu er að þjálfa 10.000 verðandi leiðtoga í samvinnuhreyf- ingunni. Selskinn í gagnið á ný? Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Sam- tökum selabænda eru nú ýmis teikn á lofti um það, að selskinn verði á ný verðmæt og eftirsótt vara bæði til að framleiða flíkur og ýmsa smámuni. í samtali við Árna Snæbjörnsson hlunnindaráðu- naut B.í. kom fram að Samtök selabænda vilja gjarnan heyra í fólki sem vill fara út í að vinna ýmsa smámuni úr selskinni. Muni eins og skó, vettlinga, peningabuddur og veski, gleraugnahulstur, slaufur og bindi, skjalamöppur, hlífar utan um gestabækur og símaskrár eða annað sem fólki dettur í hug. Það eru ýmsir þeirrar skoðunar að nú vanti á íslenskan markað ósvikna, íslenska muni, sem t.d. ferða- menn geta með góðri samvisku sagt að sé sérfram- leiðsla þessa lands, en ekki eitthvert drasl sem ef betur er að gáð sést að er „Made in Tailand“ eða eitthvað í þá átt. Þeir sem hafa áhuga, eru beðnir að hafa samband við Árna í síma 91-19200. Björn Stefánsson.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.