Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 12

Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 12
Frétt frá „Bœndaferðum" Orlofsdagar á Hótel Sögu í síðustu orlofsviku, sem haldin var á Hótel Sögu voru 52 þátttak- endur. Þá voru í fyrsta sinn til- nefndir heiðursgestir. Þau heppnu voru hjónin Stefán Jasonarson og Guðfinna Guðmundsdóttir í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi. Sami háttur verður hafður á aft- ur, að tilnefndir verða heiðursgest- ir, sem verður boðin þátttaka í orlofsdögunum. Næstu orlofsdagar verða að þessu sinni frá og með þriðjudegi 7. apríl til sunnudags 12. apríl. Dagskrá er ekki fullmótuð þegar þetta er skrifað. Þó er eftirfarandi ákveðið: Sameiginlegur kvöld- verður fyrsta kvöldið og kynning- arkvöldvaka. Þá verður farin ferð austur í Rangárvallasýslu. Inni- falið í þátttökugjaldinu verður einnig skemmtun í Súlnasal á Hótel Sögu. Þar verður góður kvöldverður en skemmtiatriði annast Húnvetningar. Þetta verð- ur fyrsta „héraðsvaka" á Hótel Sögu. Ef vel tekst til, þá getur orðið framhald á þessum skemmt- unum, þar sem fólk utan af landi kemur til Reykjavíkur og heldur uppi fjöri eina kvöldstund, sér og öðrum til ánægju. Farið verður í heimsóknir í fyrir- tæki og stofnanir. Þá verða útveg- aðir miðar í leikhúsin. Það eitt er víst, að þessa daga verður heilmikið um að vera. Kostnaður á mann miðað við gistingu í 2ja manna herbergi verð- ur kr. 17.700. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eða nánari upplýsingum um tilhög- un orlofsdaganna geta hringt í síma 19200 og haft samband við Agnar eða Halldóru. ,, ,/ 1 11 _l BÆNDASKÓLINN HDLUM 1 HJALTADAL Námskeið við Hólaskóla febrúar- maf 1992 Bœndaskólinn á Hólum hefur undanfarin ár staðið fyrir fjöl- breyttu námskeiðahaldi. Aðsókn hefur verið með ágœtum og t.d. komu um 400 manns á 2ja til 5 daga námskeið sl. skólaár. Hér er um mikilvœgan og vaxandi þátt í starfi skólans að rœða. Áherslurnar nú beinast m.a. að hrossarœkt, hestamennsku, tölvunotkun, bókhaldi og bleikjueldi. Þessi námskeið eru liður í skipulagðri símenntun atvinnuvegarins, og njóta beins fjár- stuðnings Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Hann styrkir m.a. útlagðan ferða- og dvalarkostnað þátttakenda. Starfsmenn skólans skipuleggja námskeiðin, en fá til liðs við sig sérfœrðinga á ýmsum sviðum, ef ástœða þykir til. Hér á eftir fylgir iisti yfir fyrirhuguð námskeið ásamt dagsetn- ingum. Nánari grein verður gerð fyrir einstökum námskeiðum síðar. Námskeiðstitili: Dagsetning: Fimiœfingar (Hlýðniœfingar) 7. - 9. febr. Járningar 17. - 18. febr. Bœndabókhald 18.-19. febr. Fóðrun hrossa 20.-21.febr. Frumtamning/taumhringsvinna 28. febr. - 1. mars Fóðrun jórturdýra (fyrir ráðunauta) 2. - 5. mars Júgurbólga 10. mars Frjósemi nautgripa 11. mars ParadoxRun 3,5 (Gagnagrunnur) 10. - 12. mars Bœndabókhald 1,1 (fyrir ráðunauta) 13. - 14. mars Tölvunotkun (fyrir ráðunauta) 16. - 18. mars Tölvunotkun 1 23. - 24. mars Skattframtalsgerð 26. - 27. mars Kynbótagildismat 30. mars - 1. apríl Tölvunotkun II 6. - 8. apríl Bleikjueldi 28. - 30. apríl Fiskrœkt í ám og vötnum 3. - 5. maí Kynbótadómaranámskeið 5. - 8. maí Byggingadómar 13. - 15. maí Heyverkun 25. - 27. maí Nánari upplýsingar og skráning þátttöku er á skrifstofu skólans í síma 95-35962. Skólastjóri.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.