Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 17
1.’92 FREYR 9 Fiskeldisstöðjn Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði Viðtal við Björn Benediktsson stjórnarformann Silfurstjörnunar hf. Björn Benediktsson bóndi íSandfellshaga í Öxarfirði er formaður stjórnar fiskeldisstöðv- arinnar Silfurstjörnunnar hf. í Öxarfirði. Ýmislegt hefur gengið á í rekstri fiskeldisstöðva hér á landi að undanförnu og sumar hœtt rekstri vegna gjaldþrota. í þeirri umrœðu hefur þó verið nefnt að meðal fiskeldisstöðva sem héidu sjó vœri Silfurstjarnan og því þótti fréttamanni Freys fróðlegt að heyra af rekstri stöðvarinnar þegar hann var þar á ferð á sl. sumri. Hann leitaði því eftir viðtalið við Björn Benediktsson stjórnarfor- manns sem ólíkt mörgum stjórnar- formönnum fyrirtækja vinnur hjá fyrirtækinu í fullu starfi. Hvert má rekja tildrög að stofnun þessa fyrirtœkis? Það var um 1983-1984 að nokkrir heimamenn fóru að ræða það að hér kynnu að vera ekki lakari skil- yrði til fiskeldis en víða annars staðar á landinu. Þar var það eink- um haft í huga að hér er gnótt ferskvatns í jarðlögum þar sem mikið er um sprungur og eins hitt að hér er víða að finna jarðhita í nágrenni við sjó. Niðurstaðan af þessum umræð- um varð sú að það var skrifað bréf og sent á hvert heimili hér í þremur hreppum í vestanverðri sýslunni, sem eru reyndar orðnir tveir núna, þar sem menn voru spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að leggja fram fé til að þessir möguleikar yrðu kannaðir. Við sem að þessu stóðum töldum okkur þurfa til þess þrjár til fjórar milljónir kr. Það var tekið fram í þessu bréfi að færi svo að þessar rannsóknir leiddu ekki til neins áframhalds þá væri þetta fé tapað og yrði ekki endurgreitt eða bætt með neinum hætti. Ef þetta leiddi hins vegar til einhverra aðgerða, þá yrðu þessi framlög metin sem hlutafé í vænt- anlegu hlutafélagi, sem þá yrði að líkindum stofnað. Móttökur við þessu bréfi voru svo góðar við við stóðum uppi með 10,3 milljónir kr. af framlögum heimamanna og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í gegnum búnað- arfélög á svæðinu, og reyndar kom Byggðastofnun einnig inn í dæmið. I framhaldi af þessu var stofnað hlutafélagið Seljalax. Hlutverk þess var að eyða þessu fé í sjálfsagt misjafnlega skynsamlegar aðgerðir til að kanna möguleika á fiskeldi á svæðinu. Fyrsta árið, 1985, gekk allt mjög illa. Allar niðurstöður úr rann-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.