Freyr - 01.01.1992, Síða 24
16 FREYR
1.’92
Tafla 1. Fosfór (mg/100 g í þurri mold), kalí, kalsíum og magníum (meq/100 g í þurri mold) í sýnum
úr rœkf og órœkf teknum víða um Norðurland 1970-1973.
Fosfór Kalí Kalsíum Magnesíum
mg/100 gjörð meq/100 gjörð
Rækt Órækt Rækt Órækt Rækt Órækt Rækt Órækt
Mýri..................... 7.89 1.82 1.33 1.94 12.85 16.18 4.09 6.74
Grasmói ................. 7.01 1.92 0.89 1.60 15.82 16.93 5.49 7.81
Hrísmói.................. 6.11 1.15 0.80 1.58 14.74 17.16 4.01 7.24
Sandur .................. 2.74 0.78 1.30 1.10 9.00 7.70 4.02 5.18
Ef við aftur á móti skoðum inni-
hald af kalí kemur í ljós að í rækt-
aða landinu er kalí mun lægra en í
óræktinni (burtséð frá sandinum).
Er hér á nokkur skýring. í fyrsta
lagi er oftast borið á minna af kalí
en fjarlægt er með uppskerunni.
Af þeim sökum einum er ljóst að á
forða jarðvegs af kalí gengur.
Veðrun og losun kalís úr moldinni
á þann máta gerir það að verkum
að kalískortur grasa er þó ekki
meiri en raun ber vitni. í þessu
sambandi er rétt að hafa í huga að
líparíthluti jarðvegs (fyrst og
fremst líparítaska frá eldgosum) er
ríkur á kalí. í öðru lagi er ástæðan
fyrir hærra kalí í órækt en rækt sú,
að rætur plantna sem ná að nokkru
lengra niður en sýni er tekið (5 sm)
færa kalí frá neðri lögum jarðvegs
til plöntuhluta ofan jarðar. Á
túnum er þetta kalí sem annað
fjarlægt með uppskerunni, en í
óræktinni fellur meira af jurtum til
jarðar aftur (þó eitthvað hverfi
með beit) og kalíið safnast fyrir í
yfirborðið. Að kalí er lægra eða
svipað í órækt og rækt í þeim jarð-
vegi sem í þessari athugun er nefnt
sandur, getur skýrst bæði af því að
gróður er spar hér á óræktinni,
rætur ná grunnt niður og útskolun
e.t.v. meiri í órækt þar sem ítúninu
hefur að líkum myndast örlítið
meira jarðvegstorfa samfara sterk-
ari grasrót.
í töflu 1 eru tölur um innihald af
kalsíum og magnesíum og sést að
hegðan þeirra er lík og hjá kalí.
Sömu rök eru því uppi höfð við að
skýra þennan mun á rækt og órækt.
Mikið aukin uppskera samfara
ræktuninni og burtfærslu á næring-
arefnum með töðunni valda að
líkum mestu um lægra magn í rækt
en órækt. Reynt hefur verið að
sporna gegn áframhaldi þessarar
þróunnar með því að í áburði er nú
á allnokkrum síðustu árum svolítið
kalsíum. Það magn er þó ekki meir
en svo að sífellt þarf að vera á verði
gagnvart því hvort kalsíum muni
orðið hættulega lágt í túnum. All-
nokkur munur er á magníummagni
í rækt og órækt, en er samt nokkuð
hátt í ræktinni. Uppruni þessa efn-
is er að verulegu leyti úr basalti og
basaltösku sem eru mjög rík af
magnesíum.
Tafla 2. Fjöldi sýna, glœðitap, sýrustig og natríum (meq/100 g jörð) í sýnum fró nokkrum bœjum ó
Norðurlandi 1970-1973.
Fjöldi Sýrustig Natríum Glæðitap
sýna Rækt Órækt Rækt Órækt %
meq/100 g jörð
Mýri................................... 14 5.39 5.57 0.92 0.89 38.1
Grasmói................................ 11 5.71 5.79 0.74 0.66 26.3
Hrísmói................................. 8 5.79 6.05 0.53 0.65 26.9
Sandur.................................. 5 5.80 5.78 0.73 0.81 20.9
Sýrustig moldarinnar er eins og
tafla 2 sýnir örlítið hærra í órækt-
inni. Nokkurt samhengi er gjarna
milli katjóna í jarðvegi og sýru-
stigs. Samkvæmt mælingum
Björns Jóhannessonar og Kristínar
Kristjánsdóttur (Björn og Kristín
1954) kom í ljós að basamettun
jarðvegs jókst mjög við hækkandi
sýrustig (frá u.þ.b. 10% basamett-
un jarðvegs við pH 5 til næstum
60% við pH 6). í þeirri athugun
sem hér er sagt frá er einnig allmik-
ill munur á málmjónum í rækt og
órækt við tiltölulega litla breytingu
á sýrustigi.
í töflu 3 eru sýndar niðurstöður
á magni snefilefna í moldinni. Járn
er mjög svipað í rækt og órækt, en
járn er hins vegar mun meira í
mýrarjarðvegi en í móanum.
Mangan er einnig mun hærra í
mýrarjarðvegi en í móa og sérstak-
lega í mýrinni mun hærra innihald í