Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1992, Side 26

Freyr - 01.01.1992, Side 26
18 FREYR 1.’92 Verðkönnun á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu Verðlagsstofnun hefur annast eft- irlit með verði á aðföngum til bænda frá gerð kjarasamninga í febrúar 1990. Stofnunin hefurm.a. fylgst með og birt verð á allmörg- um fóður- og byggingavörum. ásamt varahlutum í heyvinnuvélar og vörum til heyvinnu. Um miðjan desember 1991 var gerð könnun á fóðri og bygginga- vörum og hún borin saman við könnun sem gerð var í apríl sl. Könnunin náði til 27 sölustaða víðs vegar á landinu og leiddi m.a. eftir- farandi í ljós: • Meðalverð á fjórum vöruteg- undum lækkaði á áðurnefndu tímabili. T.d. lækkaði verð á mótatimbri að meðaltali um 12,3% og verð á hreinsuðu fóð- urlýsi lækkaði að meðaltali um 5,5%. Aðrar vörutegundir hækkuðu um 0,9-3,8%. • Verulegur verðmunur er á ein- stökum vörutegundum. Sem dæmi má nefna að 100 m af girðinganeti kosta 4.520 kr. þar sem það er ódýrast en 7.545 kr. þar sem það er dýrast og er verðmunur því 67%. Fimm lítra brúsi af hreinsuðu fóðurlýsi kostar 535 kr. þar sem það er ódýrast en 55% meira eða 830 kr. þar sem það er dýrast. • Eitt tonn af fiskimjöli kostar 33.000 - 46.065 kr. (40% verð- munur) og eitt tonn af kúafóð- urblöndu kostar 39.790 - 50.236 kr. (Fréttatilkynning frá Verðlagsstofnun 6. janúar 1992). SUNBEAM / OSTER HSW búfjársprautur með sjálfvirkri skömmtun. Ormalyfsinngjafardœlur. Ýmis verkfœri. Hverfisteinar, hleðslutœki o.fl. Nýir og notaðir varahlutir í Volvo og Scania. Mótorar, gírkassar o.fl. SHEARMASTER fjárklippur, CLIPMASTER stórgripaklippur, sami mótor fyrir báðar gerðir. SUNBEAM barkaklippur. Hásingar o.fl. efni til vagnasmíði. VERKFÆRAMARKAÐUR Vesturvör 26, Pósthólf 395, 200 Kópavogi, Sími (91)46005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.