Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1992, Page 33

Freyr - 01.01.1992, Page 33
1.’92 FREYR 25 Ár1991 Nr. 618 Ár 1991 Nr. 619 DEUTZ-FAHR - rúllubindivél KRONE - rúllubindivél Gerð: Deutz-Fahr GP 2.30 OPTICUT. Framleið- andi: Deutz-Fahr, Þýskalandi. Innflytjandi: Þór hf., Reykjavík. YFIRLIT Deutz-Fahr GP 2.30 OPTICUT er rúllubindivél með hnífabúnaði. Hún var reynd af Bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1991. Við prófun vélarinnar voru bundnir 449 baggar. Auk þess voru bundnir um 1500 baggar með henni á reynslutím- anum. Bindivélin er dragtengd, knúin frá vinnudrifi drátt- arvélar. Hún vegur 1940 kg. Hún tekur hey og græn- fóður á öllum þurrkstigum upp úr múgum eða sláttu- skárum og vefur í þétta, sívalningslaga bagga. Þeir eru 1,22 m breiðir og um 1,24 m í þvermál, þannig að rúmmál þeirra er um 1,47 m3. Þyngd bagga er breyti- leg, einkum eftir þurrkstigi; oft um 600-650 kg af nýlega slegnu grasi og 500 kg af forþurrkuðu heyi (50-60% þe.). Þetta svarar til 150-160 og 330-340 kg af fullþurru heyi. Afköst má ætla 22-26 bagga á klst. og mældust 6,8 tonn af þurrefni á klst. við bindingu á forþurrkuðu heyi. í vélinni eru hnífar sem skera heyið við mötun. Vélin er lipur í notkun og vinnur örugglega við allar venjulegar aðstæður. Aflþörf vélarinnar með skurðbúnaði er um 45 kW (61 hö) ef miðað er við algenga þjöppun heysins, um 160 kg þe/m3. Ef nýta á afkasta- og þjöppunargetu vélarinnar til fulls verður að ætla henni 60-70 kW dráttarvél (82-95 hö). Vélin virðist traustbyggð og vönduð. Bilanir voru engar og ekkert óeðlilegt slit kom fram. Gerð: KRONE 130. Framleiðandi: KRONE, Þýska- landi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Rúllubindivélin KRONE KR 130 var reynd af Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1991. Með henni voru bundnir 550 baggar á reynslutímanum. Bindivélin er dragtengd, knúin frá vinnudrifi drátt- arvélar. Hún vegur 1690 kg. Hún tekur hey og græn- fóður á öllum þurrkstigum upp úr múgum eða sláttu- skárum og vefur í sívalningslaga bagga. Þeir eru 1,21 m breiðir og um 1,27 m í þvermál, þannig að rúmmál þeirra er um 1,53 m'. Þyngd bagga er breytileg, einkum eftir þurrkstigi, en gæti verið 550-650 kg af nýlega slegnu grasi og 400-500 kg af forþurrkuðu heyi (50-60% þe.). Þetta svarar til 150-170 og 260-280 kg af fullþurru heyi. Afköst má ætla 28-32 bagga á klst. við góðar aðstæður og mældust 7,0 tonn af þurrefni á klst. við bindingu á forþurrkuðu heyi. Við vissar aðstæður reyndust festur við mötun tíðar og binding því tafsöm1’. Bindibúnaður vann ekki af öryggi og voru tafir af hans völdum alltíðar:). Vélin er lipur í notkun, en ökumaður þarf að fylgjast vel með mötun hennar. Ætla verður 35-45 kW (48-61 hö) dráttarvél fyrir bindivélina. Engar bilanir urðu á reynslutíman- um. Festing botnplötu reyndist ótrygg, en að öðru leyti virðist vélin traustbyggð. Umboðsaöili upplýsir að eftirfarandi breytingar hafi verið gerðar á vélinni: 1 Viðbótarhlíf við sópvindu til að hindra að hey dragist upp framan við baggahólf. 2) Gamleiðari með öruggari aðfærslu garns.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.