Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1992, Page 35

Freyr - 01.01.1992, Page 35
1.’92 FREYR 27 Ár 1991 Nr. 622 KVERNELAND - rúllupökkunarvél Gerð: Kverneland, Silawrap UN7581. Framleiðandi: Kverneland-Underhaug AS, Noregi. Innflytjandi: Jötunn hf., Reykjavík. YFIRLIT Kverneland UN7581 rúllupökkunarvélin var prófuð af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins sumarið 1991. Var hún notuð alls við pökkun á um 630 rúlluböggum. Vélin er ætluð til að pakka rúlluböggum af öllum algengum stærðum inn í plastfilmu. Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin af vökvakerfi hennar og vegur um 725 kg. Vélin er með lyftibúnaði sem tekur baggana upp frá jafnsléttu upp á pökkunarborð. Á borðinu er bagganum snúið og velt um Ieið. Þannig er plastfilmu vafið utan um hann. Veltuhraðanum má breyta í hlutfalli við snúningshraða og fá þannig fram mismunandi þétta vafninga. Þegar bagginn er full- pakkaður er pallinum snúið í upphafsstöðu, griparm- ur lagður að bagganum, pallinum velt svo að bagginn leggst til hliðar á jörðina og griparmi lyft frá baggan- um. Vélin er með sjálfvirkan skurðbúnað fyrir plast- filmuna. Afköst vélarinnar mældust á bilinu 25-29 baggar á klst miðað við sexfalt filmulag á böggum. Þungamiðja pökkunarvélar er í um 2,3 m fjarlægð frá afturöxli dráttarvélar og því má ætla að 45 kW (60 hö) dráttarvél sé lágmarksstærð fyrir pökkunarvélina. Við fjórfalt filmulag var plastfilmunotkunin 0,9-1,0 kg á bagga (þvermál 1,2 m) eða sem svarar 70-80 m af filmu á hvern bagga. Auðvelt er að ná böggunum inn á pökkunarborðið og þeir skorðast þar örugglega af. Hey sest ekki fyrir á borðinu. Skurðbúnað fyrir filmu Ár 1991 Nr. 623 JET - mykjudæla Gerð: Jet 2000. Framleiðandi: Jæren Landbruks- senter, Varhaug, Noregi. Innflytjandi: Hannes Sig- urðsson, Reykjavík (s.91-654774). YFIRLIT Jet 2000 mykjudælan kom til prófunar í júnímánuði 1991. Dælan var notuð alls í 53 klst., þar af til áfyllingar í tanka um 535 tonn. Dælan er miðflóttaafls- dæla tengd á þrítengi dráttarvéla og knúin frá aflúr- taki. Hún vegur um 470 kg. Hún er ætluð til dælingar á þynntum búfjáráburði hvort heldur er í flutningatæki eða til blöndunar í áburðargeymslum. Halla dælunnar má breyta frá nær láréttri stöðu í vinnu upp í nær lóðrétta stöðu. Þá má einnig breyta hæð hennar á burðarramma. Það gefur breytilega möguleika á dæl- ingu um lúgur á áburðargeymslum án þess að hafa sérstaka dælubrunna. Þá má víða koma henni að við losun úr fjárhúsum. Afköst hennar eru verulega háð þykkt áburðarins en voru allt að 3700 1/mín við mjög lágt þurrefnisinnihald áburðarins. Við algenga þykkt, 5-8% þurrefni voru afköst dælunnar 2400-32001/mín. Aflþörf dælunnar mældist mest um 23 kW (31 hö). Álagsöryggi stöðvar dæluna ef fastir aðskotahlutir komast í inntaksop hennar og valda því ekki skemmd- um. í lok reynslutímans bilaði lega á dæluöxli við drifhús1). Að öðru leyti varð ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á dælunni í lok reynslutímans. Hún er tiltölulega auðveld í meðförum og virðist traustbyggð. 11 Framleiðandi upplýsir að legubúnaðurinn hafi verið endurbættur. þarf að stilla af töluverðri nákvæmni og afstöðumerk- ingum á vélinni er ábótavant. í lok reynslutímans var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vélinni og engar meiriháttar bilanir komu fram. Vélin er traustlega smíðuð og dagleg hirðing einföld.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.